Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 41
41 leifum eldri húsa. Þetta virðist mér öruggt merki þess, að aðeins einu sinni hafi verið byggt á staðnum. I öðru lagi eru gólfskánir svo þunn- ar og fáskrúðugar, að með ólíkindum væri, ef bærinn hefði verið notaður lengi. í þriðja lagi bendir forngripafæðin eindregið til skammrar byggðar. Líklega gegnir sama máli um Laugar, þó að þar verði rannsókn illa við komið. En víst er, að forngripir hafa fundizt þar fáir, en það er að mínum dómi óbrigðult merki skammrar byggðar. Þegar á allt er litið, er því sennilegast, að Laugar og Þórarins- slaðir hafi byggzt seint á 13. öld og lagzt í eyði um 1300. Mörkin milli byggðar og óbyggðar hafa löngum sveiflazt fram og aftur, eins og eyðibyggðir ofan við flestar sveitir landsins skýra frá. Bæirnir í Hvömmunum bera vitni um gróskuskeið byggðarinnar, það er sókn af hennar hálfu og landnám inn til lands, þar sem áður var óbyggð. En þegar að þrengir, og byggðin á í vök að verjast, mæðir mest á úlvörðum hennar, þeir lúta fyrstir í lægra haldi, og undir hælinn lagt, hvort þeir rétta við aftur. Laugar og Þórarinsstaðir hafa ekki byggzt aftur. En eftirtektarvert er, að aðrar Laugar og aðrir Þórarins- staðir eru til í Hrunamannahreppi enn í dag. Eitthvert samband er milli byggðarinnar á þessum bæjum og afréttarbæjanna með sömu nöfnum, en torvelt mun að gera grein fyrir því. Einnig má benda á, þótt smávægilegt sé, að í máldagabók Jóns biskups Halldórssonar frá 1331 er nefndur Þórarinn nokkur Hrólfsson, sem gefið hefur Hrunastað Laxárgljúfur öll norður í frá Kaldbakslandi og sama gjöf er nefnd í Vilkinsmáldaga frá 1397.1) Enginn veit deili á þessum Þórarni, en ekki er óhugsandi, að þarna bregði fyrir manninum, sem byggt hefur eða byggja látið Þórarinsstaði í Hvömmum. SUMMARY MEDIAEVAL FARM-SITES ON HRUNAMANNAAFRÉTTUR. The existence of deserted farms on the great upland pastures of Hruna- rnannaafréttur in Árnessýsla has been well known for a long time. They are, however, not mentioned in mediaeval sources but the Jarðabók of 1709 nientions no less than 14 supposed farm-sites, known to neiglibouring farmers. The present author states, that this number must have been enormousty exaggerated by tradition, and this was clearly shown by Brynj- clfur Jónsson as early as 1895, when lie visited all the sites mentioned in i) fsl. fbrs. II, bls. 6G6 og IV, bls. 44.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.