Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 46
46 athugunar á útbreiðslu ,,1300-lagsins“ fór ég haustið 1946, ásamt Steinþóri Sigurðssyni og fleiri, úr Þjórsárdal norður um afréttir til Kerlingarfjalla. A ferðum um Norðurland í ágúst og september 1946 mældi ég allmörg jarðvegssnið í Suður-Þingeyjarsýslu, allt suður í Ódáðahraun, svo og í Skagafirði og Fljótum. Öllum, sem hafa aðstoðað mig og greitt fyrir mér á þessum ferðum mínum, kann ég beztu þakkir. Sérstaklega vil ég þakka Guðna bónda á Jaðri aðstoð hans við rannsóknirnar á Hrunamannaafrétti. Þess skal getið með þakklæti, að Náttúrufræðideild Menningarsjóðs hefur fjárhagslega styrkt öskulagarannsóknir mínar undanfarin sumur. EyðibyggSin á Hrimcimannaafrétti. Upp af núverandi byggð Hrunamannahrepps gengur lág háslétta upp með Hvítá allt norður á Kjöl. Hækkar háslétta þessi nokkuð jafnt frá um 230 m við ósa Búðarár upp í 420 m við Hvítárvatn. Á þessu svæði skiptast á mýradrög og lágir, breiðir urðarásar, sem nú eru víða mjög uppblásnir. Stór svæði eru þar alveg örfoka, en norð- austur af Gullfossi heyja útverðir Tungufellsskóga vonlausa baráttu við uppblásturinn, sem þar er enn í algleymingi. Á lausu blaði, sem fylgir jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um Ytri-Hrepp, en hún var tekin saman sumarið 1709, er getið nokkurra bæja á Hrunamannaafrétti, sem lagzt hafi í eyði, áður en máldagar Vilkins voru gerðir, þ. e. fyrir lok 14. aldar.1) Um nokkra þá staði, sem þar eru nefndir, má öruggt telja, að þar hafi aldrei bær verið, en á öðrum stöðum bera rústir, eða hafa borið, því vitni, að þeir hafi einhvern tíma verið byggðir. Þeir bæir, sem örugga má telja, eru: Þórarinsstaðir, Laugar, Rógshólar og Mörþúfur. Lík- legt má og telja, samkvæmt ummælum á ofangreindu blaði, að bær hafi verið í Stangarnesi. Þessir 5 bæir eru sýndir á meðfylgjandi korti (3. mynd). Þeir liggja allir nokkuð miðsvæðis á hásléttunni, meðfram Stangará og milli Stangarár og Hvítár. Frá Tungufelli, innsta býlinu til forna í Ytri-Hreppi, er um 14 km vegur að Rógshólum og Stangar- nesi, 18 km að Laugum og 20 km, eða um 4 stunda lestagangur, að Þórarinsstöðum. Að undanskildum þeim tveimur bæjum, sem leifar hafa fundizt af nærri Hvítárvatni, hafa engin íslenzk býli fyrr eða síð- ar legið fjær sjó en þessi býli á Hrunamannaafrétti. Stytzta leið frá þeim til sjávar (Hvalfjarðar) er um 70 km. Rógshólar og Stangar- nes liggja um 270 m yfir sjó, Laugar og Mörþúfur um 20 m hærra, ) Jarðabók II, bls. 274—27C.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.