Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 46
46
athugunar á útbreiðslu ,,1300-lagsins“ fór ég haustið 1946, ásamt
Steinþóri Sigurðssyni og fleiri, úr Þjórsárdal norður um afréttir
til Kerlingarfjalla. A ferðum um Norðurland í ágúst og september
1946 mældi ég allmörg jarðvegssnið í Suður-Þingeyjarsýslu, allt
suður í Ódáðahraun, svo og í Skagafirði og Fljótum.
Öllum, sem hafa aðstoðað mig og greitt fyrir mér á þessum ferðum
mínum, kann ég beztu þakkir. Sérstaklega vil ég þakka Guðna bónda
á Jaðri aðstoð hans við rannsóknirnar á Hrunamannaafrétti. Þess
skal getið með þakklæti, að Náttúrufræðideild Menningarsjóðs hefur
fjárhagslega styrkt öskulagarannsóknir mínar undanfarin sumur.
EyðibyggSin á Hrimcimannaafrétti.
Upp af núverandi byggð Hrunamannahrepps gengur lág háslétta
upp með Hvítá allt norður á Kjöl. Hækkar háslétta þessi nokkuð
jafnt frá um 230 m við ósa Búðarár upp í 420 m við Hvítárvatn. Á
þessu svæði skiptast á mýradrög og lágir, breiðir urðarásar, sem nú
eru víða mjög uppblásnir. Stór svæði eru þar alveg örfoka, en norð-
austur af Gullfossi heyja útverðir Tungufellsskóga vonlausa baráttu
við uppblásturinn, sem þar er enn í algleymingi.
Á lausu blaði, sem fylgir jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns um Ytri-Hrepp, en hún var tekin saman sumarið 1709, er
getið nokkurra bæja á Hrunamannaafrétti, sem lagzt hafi í eyði,
áður en máldagar Vilkins voru gerðir, þ. e. fyrir lok 14. aldar.1)
Um nokkra þá staði, sem þar eru nefndir, má öruggt telja, að þar hafi
aldrei bær verið, en á öðrum stöðum bera rústir, eða hafa borið, því
vitni, að þeir hafi einhvern tíma verið byggðir. Þeir bæir, sem örugga
má telja, eru: Þórarinsstaðir, Laugar, Rógshólar og Mörþúfur. Lík-
legt má og telja, samkvæmt ummælum á ofangreindu blaði, að bær
hafi verið í Stangarnesi. Þessir 5 bæir eru sýndir á meðfylgjandi korti
(3. mynd). Þeir liggja allir nokkuð miðsvæðis á hásléttunni, meðfram
Stangará og milli Stangarár og Hvítár. Frá Tungufelli, innsta býlinu
til forna í Ytri-Hreppi, er um 14 km vegur að Rógshólum og Stangar-
nesi, 18 km að Laugum og 20 km, eða um 4 stunda lestagangur, að
Þórarinsstöðum. Að undanskildum þeim tveimur bæjum, sem leifar
hafa fundizt af nærri Hvítárvatni, hafa engin íslenzk býli fyrr eða síð-
ar legið fjær sjó en þessi býli á Hrunamannaafrétti. Stytzta leið frá
þeim til sjávar (Hvalfjarðar) er um 70 km. Rógshólar og Stangar-
nes liggja um 270 m yfir sjó, Laugar og Mörþúfur um 20 m hærra,
) Jarðabók II, bls. 274—27C.