Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 54
54 ofan á vikrinum (sbr. snið A og B). Þótt einhverjar af þessum hell- um hafi getað borizt af vegghleðslunum út í tóftirnar, er líklegast, að þær hafi flestar Iegið á húsþökunum og fallið ofan á vikurinn, er þau féllu. I moldarbarðinu suðvestur af bæjarrústunum sést afstaða vikur- lagsins, þess er tóftirnar fyllir, til annarra öskulaga og jarðvegsmynd- unarinnar í heild. f þessu moldarbarði (snið D) og annars staðar kringum Þórarinsstaði er þetta vikurlag, þar sem það er óhreyft, 10—12 sm þykkt. Má örugglega gera ráð fyrir, að það hafi verið a. m. k. helmingi þykkra rétt eftir að það féll, og áður en það þjappaðist saman. Þeir, sem sumarið 1947 sáu, hvernig umhorfs var á innstu bæjum í Fljótshlíð eftir að 10 sm vikurlag lagðist þar yfir, geta gert sér í hugarlund, hvernig umhorfs var á Þórarinsstöðum eftir að ljósa vikurlagið féll. Þetta vikurfall hefur áreiðanlega gert jörðina óbyggi- lega um skeið. Bærinn hefur því verið yfirgefinn og það að fullu og öllu, því að engin merki sjást þess, að þar hafi verið byggt síðar. Að öllu samanlögðu má því telja öruggt, að ljósa vikurlagið hefur lagt Þórarinsstaði í eyði. En þar með er einnig sannað, að Þórarins- staðir hafa farið í eyði samtímis Stöng í Þjórsárdal og öðrum bæjum i Þjórsárdal inn, því að eins og jarðvegssniðin og kortið yfir útbreiðslu ljósa vikurlagsins bera með sér, er það óhagganleg staðreynd, að það er sama vikurlag, sem fyllti tóftirnar á Þórarinsstöðum og í Stöng, en engum vafa er undirorpið, að bærinn í Stöng hefur verið uppistand- andi og þá væntanlega búið í honum, þegar ljósa vikurlagið féll, og ekkert bendir til að þar hafi verið búið síðar. En samkvæmt rannsóknum mínum, sem frá er greint í „Tefro- kronologiska studier“, myndaðist það vikurlag, sem lagði Stöng í eyði, í Heklugosinu árið 1300 (að gagnrýni á þeirri skoðun verður vikið síðar). Niðurstaðan af rannsóknum minum er því sú, að Þórarinsstaðir á Hrunamannaafrétti hafi farið í eyði vegna vikurfalls úr Heklu árið 1300. Af jarðvegssniðum við Þórarinsstaði má og ýmislegt annað ráða. Milli ljósa vikurlagsins og gráa lagsins Vlla, sem myndað er skömmu áður en landnám hefst í Þjórsárdal, er leirkennd mold, sem ekki ber merki foks nema ef vera skyldi allra efst. Hefur þetta lag því þykknað mjög hægt. Það er rúmlega 10 sm þykkt í sniði D. I miðju þessu lagi er viðarkolalag, um 1 sm á þykkt og skarpt afmarkað. Sama viðar- kolalag var að finna í sniði 25 m austur af bæjarrústunum og einnig í sniði 35 m vestan þeirra. Sams konar viðarkolalag var í kringum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.