Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 54
54
ofan á vikrinum (sbr. snið A og B). Þótt einhverjar af þessum hell-
um hafi getað borizt af vegghleðslunum út í tóftirnar, er líklegast, að
þær hafi flestar Iegið á húsþökunum og fallið ofan á vikurinn, er þau
féllu.
I moldarbarðinu suðvestur af bæjarrústunum sést afstaða vikur-
lagsins, þess er tóftirnar fyllir, til annarra öskulaga og jarðvegsmynd-
unarinnar í heild. f þessu moldarbarði (snið D) og annars staðar
kringum Þórarinsstaði er þetta vikurlag, þar sem það er óhreyft,
10—12 sm þykkt. Má örugglega gera ráð fyrir, að það hafi verið a.
m. k. helmingi þykkra rétt eftir að það féll, og áður en það þjappaðist
saman. Þeir, sem sumarið 1947 sáu, hvernig umhorfs var á innstu
bæjum í Fljótshlíð eftir að 10 sm vikurlag lagðist þar yfir, geta gert
sér í hugarlund, hvernig umhorfs var á Þórarinsstöðum eftir að ljósa
vikurlagið féll. Þetta vikurfall hefur áreiðanlega gert jörðina óbyggi-
lega um skeið. Bærinn hefur því verið yfirgefinn og það að fullu og
öllu, því að engin merki sjást þess, að þar hafi verið byggt síðar.
Að öllu samanlögðu má því telja öruggt, að ljósa vikurlagið hefur
lagt Þórarinsstaði í eyði. En þar með er einnig sannað, að Þórarins-
staðir hafa farið í eyði samtímis Stöng í Þjórsárdal og öðrum bæjum
i Þjórsárdal inn, því að eins og jarðvegssniðin og kortið yfir útbreiðslu
ljósa vikurlagsins bera með sér, er það óhagganleg staðreynd, að það
er sama vikurlag, sem fyllti tóftirnar á Þórarinsstöðum og í Stöng, en
engum vafa er undirorpið, að bærinn í Stöng hefur verið uppistand-
andi og þá væntanlega búið í honum, þegar ljósa vikurlagið féll, og
ekkert bendir til að þar hafi verið búið síðar.
En samkvæmt rannsóknum mínum, sem frá er greint í „Tefro-
kronologiska studier“, myndaðist það vikurlag, sem lagði Stöng í
eyði, í Heklugosinu árið 1300 (að gagnrýni á þeirri skoðun verður
vikið síðar).
Niðurstaðan af rannsóknum minum er því sú, að Þórarinsstaðir á
Hrunamannaafrétti hafi farið í eyði vegna vikurfalls úr Heklu árið
1300.
Af jarðvegssniðum við Þórarinsstaði má og ýmislegt annað ráða.
Milli ljósa vikurlagsins og gráa lagsins Vlla, sem myndað er skömmu
áður en landnám hefst í Þjórsárdal, er leirkennd mold, sem ekki ber
merki foks nema ef vera skyldi allra efst. Hefur þetta lag því þykknað
mjög hægt. Það er rúmlega 10 sm þykkt í sniði D. I miðju þessu lagi
er viðarkolalag, um 1 sm á þykkt og skarpt afmarkað. Sama viðar-
kolalag var að finna í sniði 25 m austur af bæjarrústunum og einnig
í sniði 35 m vestan þeirra. Sams konar viðarkolalag var í kringum