Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 55
55
suma af eyðibæjum Þjórsárdals og einnig kringum eyðibæinn Isleifs-
staði í Borgarfirði vestra. Með frjógreiningu var hægt að leiða sönn-
ur að því, að við Skallakot og Stöng var þetta lag jafngamalt ,,land-
náminu“, þ. e. elztu byggð á þessum stöðum. Er varla nokkur efi á
því, að þetta viðarkolalag hefur myndazt við það, að frumbýlingarnir
bafa sviðið kjarr- og skóglendi kringum bæi sína, eins og siður var
víða í Skandínavíu á þeim tímum.1) Rannsóknir danska jarðfræð-
ingsins Johannes Iversens í Vestribyggð á Grænlandi hafa fært
sönnur á, að þar í landi hafa frumbýlingarnir sviðið birkikjarr
kringum bæi sína.2) Um sviðningu, þ. e. brenningu skógar, kjarrs og
annars gróðurs í sambandi við akuryrkju eða kvikfjárrækt, bera ýmis
örnefni vitni hér á landi. Líklegt er, að sviðning skógar og kjarrlendis
hafi hérlendis verið framkvæmd einkum í þeim tilgangi að bæta og
auka graslendi, eins og Iversen telur, að gert hafi verið í Vestribyggð,
en af örnefnum og öðrum heimildum má þó ráða, að hér hefur einnig
verið borin við s. k. sviðningarrcekt (svedjebruk), lík þeirri, sem fram
á vora daga hefur tíðkazt í skógarhéruðum Skandínavíu, þar sem
skógur er brenndur og byggi, rúgi eða öðrum nytjajurtum er sáð í
öskuna. Líklegt þykir mér þó, að kjarrið kringum Þórarinsstaði hafi
verið sviðið eingöngu í þeim tilgangi að auka og bæta graslendi.
Þótt ekki sé hægt að segja neitt með vissu um aldur kolalagsins
við Þórarinsstaði, miðað við aldur ljósa vikurlagsins, annað en það,
að kolalagið er eldra, verður þó að telja mjög ólíklegt, að kolalagið
geti verið minna en um 50 árum eldra en vikurlagið. Líklegra er, að
það sé allmiklu, jafnvel nokkrum hundruðum ára, eldra en vikurlag-
ið. Nú hefur ekki fundizt nema einn bær á Þórarinsstöðum, og enda
þótt erfitt sé um það að segja, hversu lengi sá bær hefur staðið, mun
það vart skipta öldum. Ekki hefur heldur neitt fundizt, er bendi til
þess, að bærinn hafi verið fluttur. En það er alls ekki víst, að elzti
bær á Þórarinsstöðum sé jafngamall kolalaginu í jarðveginum. I
Skandínavíu hefur tíðkazt að svíða skógar- og kjarrgróður kringum
sel, og svo mun einnig hafa verið sums staðar hér á landi til forna.
Til þess bendir m. a. bæjarnafnið Volasel (af voli, sem þýðir sviðið
land). Mér þykir ekki ósennilegt, að sel hafi verið á Hrunamanna-
afrétti, löngu áður en nokkur tók sér þar bólfestu.
Viðarkolalagið kringum Þórarinsstaði ber þess vitni, að þar hefur
Sjá kaflann Svedjning pá Island i forna tider í Tefrokron. stud.
-) Joli. Iversen, Nordboernes Undergang paa Grönland i geologisk Be-
lysning. Kbh. 1934.