Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 55
55 suma af eyðibæjum Þjórsárdals og einnig kringum eyðibæinn Isleifs- staði í Borgarfirði vestra. Með frjógreiningu var hægt að leiða sönn- ur að því, að við Skallakot og Stöng var þetta lag jafngamalt ,,land- náminu“, þ. e. elztu byggð á þessum stöðum. Er varla nokkur efi á því, að þetta viðarkolalag hefur myndazt við það, að frumbýlingarnir bafa sviðið kjarr- og skóglendi kringum bæi sína, eins og siður var víða í Skandínavíu á þeim tímum.1) Rannsóknir danska jarðfræð- ingsins Johannes Iversens í Vestribyggð á Grænlandi hafa fært sönnur á, að þar í landi hafa frumbýlingarnir sviðið birkikjarr kringum bæi sína.2) Um sviðningu, þ. e. brenningu skógar, kjarrs og annars gróðurs í sambandi við akuryrkju eða kvikfjárrækt, bera ýmis örnefni vitni hér á landi. Líklegt er, að sviðning skógar og kjarrlendis hafi hérlendis verið framkvæmd einkum í þeim tilgangi að bæta og auka graslendi, eins og Iversen telur, að gert hafi verið í Vestribyggð, en af örnefnum og öðrum heimildum má þó ráða, að hér hefur einnig verið borin við s. k. sviðningarrcekt (svedjebruk), lík þeirri, sem fram á vora daga hefur tíðkazt í skógarhéruðum Skandínavíu, þar sem skógur er brenndur og byggi, rúgi eða öðrum nytjajurtum er sáð í öskuna. Líklegt þykir mér þó, að kjarrið kringum Þórarinsstaði hafi verið sviðið eingöngu í þeim tilgangi að auka og bæta graslendi. Þótt ekki sé hægt að segja neitt með vissu um aldur kolalagsins við Þórarinsstaði, miðað við aldur ljósa vikurlagsins, annað en það, að kolalagið er eldra, verður þó að telja mjög ólíklegt, að kolalagið geti verið minna en um 50 árum eldra en vikurlagið. Líklegra er, að það sé allmiklu, jafnvel nokkrum hundruðum ára, eldra en vikurlag- ið. Nú hefur ekki fundizt nema einn bær á Þórarinsstöðum, og enda þótt erfitt sé um það að segja, hversu lengi sá bær hefur staðið, mun það vart skipta öldum. Ekki hefur heldur neitt fundizt, er bendi til þess, að bærinn hafi verið fluttur. En það er alls ekki víst, að elzti bær á Þórarinsstöðum sé jafngamall kolalaginu í jarðveginum. I Skandínavíu hefur tíðkazt að svíða skógar- og kjarrgróður kringum sel, og svo mun einnig hafa verið sums staðar hér á landi til forna. Til þess bendir m. a. bæjarnafnið Volasel (af voli, sem þýðir sviðið land). Mér þykir ekki ósennilegt, að sel hafi verið á Hrunamanna- afrétti, löngu áður en nokkur tók sér þar bólfestu. Viðarkolalagið kringum Þórarinsstaði ber þess vitni, að þar hefur Sjá kaflann Svedjning pá Island i forna tider í Tefrokron. stud. -) Joli. Iversen, Nordboernes Undergang paa Grönland i geologisk Be- lysning. Kbh. 1934.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.