Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 56
56 land verið kjarri eða skógi vaxið, þegar menn komu þangað fyrst. Jarðvegssniðin við Þórarinsstaði sýna einnig, að land hefur þá verið gróið langt norður á öræfi, þar sem nú eru eyðisandar og auðnir. Hið þunna jarðvegslag milli öskulaganna VI og Vlla bæði við Þór- arinsstaði og annars staðar, þar sem ég hef mælt jarðvegssnið á Hrunamannaafrétti og í ofanverðum Ytri-Hrepp, sýnir nefnilega, að þarna hefur nær ekkert áfok verið á fyrstu öldum íslandsbyggðar, og verður það ekki skýrt með öðru en því, að land hafi þá verið gróið allt norður á Kjöl. Hefur þá verið fagurt um að litast frá Þórarins- stöðum, er land var grænt og kjarri vaxið allt í kring, en fjallasýn hin fegursta, er lengra var horft, til Langjökuls og Jarlhettna, Blá- fells og Kerlingarfjalla. Ofan á ljósa vikurlaginu er 1—2 m þykkt lag af fokvikri og fok- mold. Hefur land tekið að blása upp ört, eftir að ljósi vikurinn lagðist yfir. Ekki mun þó vikrinum einum um að kenna. Eyðing kjarrsins með eldi, öxi og beit hafði þegar veikt mótstöðukraft jarðvegsins gegn slíkum áföllum sem þessu vikurfalli, og áframhaldandi beit hefur varnað náttúrunni að græða sár sín að nýju. Af legu vikurlags- ins frá 1693 eða 1766 má sjá, að áfokið hefur verið tiltölulega meira síðustu tvær aldirnar en áður, enda augljóst af sóknarlýsingu Jóns Steingrímssonar frá 1840, að þá hefur uppblástur verið í algleym- ingi á afréttunum inn af Ytri-Hrepp.1) Brynjólfur Jónsson getur þess í frásögn sinni af ferðinni inn á Hrunamannaafrétt 1895, að víðlent svæði, Harðivöllur, norðaustur af Þórarinsstöðum, sem var graslendi með lyngmóagróðri 1868, hafi verið „örblásið og urð ein“ 1895.2 Laugar. Eins og áður getur, athugaði ég lauslega bæjarrústirnar að Laug- um í júní 1945. Rústir þessar eru á lágum, ávölum hól, sem er ör- foka og land allt í kring. Af lýsingum Brynjólfs Jónssonar og Þor- steins Erhngssonar má sjá, að bæjarhóllinn hefur verið orðinn ör- foka 1895.3) Þó virðast rústirnar hafa verið í eitthvað betra ástandi en nú, þegar Þorsteinn Erlingsson mældi þær. Enn mundi þó mega mæla upp stærð og skipun sumra húsanna með nokkru öryggi, því að neðstu steinar í hleðslum standa sums staðar óhreyfðir. Sunnarlega í þeirri tóft, sem kölluð er A á uppdrætti Þorsteins 9 Sóknarlýsingar Hruna- og Tungufellssókna. í. B. 19 fol. 2) Árbók 1896, bls. 17. 3) Árbók 1896, bls. 5. Ruins of tlie Saga Tiine, bls. 46—49.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.