Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 56
56
land verið kjarri eða skógi vaxið, þegar menn komu þangað fyrst.
Jarðvegssniðin við Þórarinsstaði sýna einnig, að land hefur þá verið
gróið langt norður á öræfi, þar sem nú eru eyðisandar og auðnir.
Hið þunna jarðvegslag milli öskulaganna VI og Vlla bæði við Þór-
arinsstaði og annars staðar, þar sem ég hef mælt jarðvegssnið á
Hrunamannaafrétti og í ofanverðum Ytri-Hrepp, sýnir nefnilega, að
þarna hefur nær ekkert áfok verið á fyrstu öldum íslandsbyggðar, og
verður það ekki skýrt með öðru en því, að land hafi þá verið gróið
allt norður á Kjöl. Hefur þá verið fagurt um að litast frá Þórarins-
stöðum, er land var grænt og kjarri vaxið allt í kring, en fjallasýn
hin fegursta, er lengra var horft, til Langjökuls og Jarlhettna, Blá-
fells og Kerlingarfjalla.
Ofan á ljósa vikurlaginu er 1—2 m þykkt lag af fokvikri og fok-
mold. Hefur land tekið að blása upp ört, eftir að ljósi vikurinn lagðist
yfir. Ekki mun þó vikrinum einum um að kenna. Eyðing kjarrsins
með eldi, öxi og beit hafði þegar veikt mótstöðukraft jarðvegsins
gegn slíkum áföllum sem þessu vikurfalli, og áframhaldandi beit
hefur varnað náttúrunni að græða sár sín að nýju. Af legu vikurlags-
ins frá 1693 eða 1766 má sjá, að áfokið hefur verið tiltölulega meira
síðustu tvær aldirnar en áður, enda augljóst af sóknarlýsingu Jóns
Steingrímssonar frá 1840, að þá hefur uppblástur verið í algleym-
ingi á afréttunum inn af Ytri-Hrepp.1) Brynjólfur Jónsson getur þess
í frásögn sinni af ferðinni inn á Hrunamannaafrétt 1895, að víðlent
svæði, Harðivöllur, norðaustur af Þórarinsstöðum, sem var graslendi
með lyngmóagróðri 1868, hafi verið „örblásið og urð ein“ 1895.2
Laugar.
Eins og áður getur, athugaði ég lauslega bæjarrústirnar að Laug-
um í júní 1945. Rústir þessar eru á lágum, ávölum hól, sem er ör-
foka og land allt í kring. Af lýsingum Brynjólfs Jónssonar og Þor-
steins Erhngssonar má sjá, að bæjarhóllinn hefur verið orðinn ör-
foka 1895.3) Þó virðast rústirnar hafa verið í eitthvað betra ástandi
en nú, þegar Þorsteinn Erlingsson mældi þær. Enn mundi þó mega
mæla upp stærð og skipun sumra húsanna með nokkru öryggi, því
að neðstu steinar í hleðslum standa sums staðar óhreyfðir.
Sunnarlega í þeirri tóft, sem kölluð er A á uppdrætti Þorsteins
9 Sóknarlýsingar Hruna- og Tungufellssókna. í. B. 19 fol.
2) Árbók 1896, bls. 17.
3) Árbók 1896, bls. 5. Ruins of tlie Saga Tiine, bls. 46—49.