Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 62
62
eyði.1 2 * 4) Hafi garðurinn í Stangartúninu verið reistur um miðja 10. öld,
hefui Stöng einnig farið í eyði um miðja 10. öld, því að víst er, að
garðurinn hefur verið næstum nýhlaðinn, þegar vikurinn féll að honum.
En bæði er það, að fyrsta sögulega gos í Heklu er ekki fyrr en 1104, og
gelur garðurinn því ekki undir neinum kringumstæðum hafa hulizt
Hekluvikri fyrr en þá, og ekkert bendir heldur til, að hann sé jafn-
gamall túngarðinum við Stórhólshlíð, sem er orðinn kollóttur og hálf-
sokkinn í jörð, þegar ljósi vikurinn fellur. Afstaða þessara garða til
undirliggjandi öskulaga mælir alls ekki gegn því, að þeir séu mis-
gamlir. En yfirleitt er varhugavert að draga ályktanir um aldur af af-
stöðu mannvirkja til undirliggjandi öskulaga, nema öruggt sé, að
rnannvirkin séu ekki niðurgrafin eða hafi ekki raskað undirlaginu
á neinn hátt. Af þeirri ástæðu er líka eftirfarandi rangt hjá Steffen-
sen: ,,Það, sem skortir þó einna tilfinnanlegast í sambandi við rann-
sóknirnar á Stöng er, að ekki er athuguð afstaða tóftarveggjanna til
öskulaganna.“") Af afstöðu grjótveggjanna á Stöng til undirliggjandi
öskulaga er sem sé ekki hægt að draga neina ályktun, þar eð vegg-
ivnir eru niðurgrafnir. Hins vegar er afstaða rústanna til ljósa vikur-
lagsins ótvíræð, og af henni dreg ég mínar ályktanir. Ekki er það
heldur rétt hjá Steffensen, að ég hafi ekkert við það að athuga, að
sami bær hafi staðið í Stöng óendurbyggður í 400 ár.!) Mér hefur
vitanlega ekki dottið slíkt í hug og ræði þetta sérstaklega í ritgerð
minni.1)
Fjölmargt er enn á huldu um sögu byggðanna á Hrunamannaaf-
rétti og í Þjórsárdal, og eru líkur til, að svo muni áfram verða, enda
þótt áframhaldandi framgreftir í Þjórsárdal geti að líkindum leitt
eitthvað nýtt í ljós. Sannast að segja vitum við af skráðum heimild-
um ekkert um hina fornu byggð í Þjórsárdal inn annað en það, að
sagnir frá síðari öldum, sem stangast við eldri heimildir, telja Hjalta
Skeggjason hafa búið á Skeljastöðum, að Landnáma talar um Gauk
í Stöng og að vísubrot, sem líklega er frá miðöldum, segir Gauk hafa
búið í Stöng og hafa átt skamma leið til Steinastaða. Hugmynda-
flugið hefur því mikið svigrúm að geta í eyðurnar. Það mætti t. d.
hugsa sér, að flestir bæirnir í Þjórsárdal inn og sömuleiðis bæirnir á
1) Skírnir 194G, bls. 102.
2) Skírnir 1946, bls. 162.
3) Ibid., bls. 160—161.
4) Tefrokron. stud., bls. 77.