Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 73
73 fjömrnar við Skaftárós, þar sem margir bæir bæði í Landbroti og á Síðu áttu snemma rekaítök, og svo Drangey, sem Grettis saga segir, að um 20 skagfirzkir bændur hafi átt parta í (70. kap.). Hér mælir orðið partur, sem sagan notar, fast á móti því, að út- hlutunin sé gömul. Orðið er af latneskum uppruna og varla tekið upp í íslenzku fyrir 1300. Það mun hafa komið hingað með kaupmönnum og sjómönnum og hafa verið notað í fyrstunni um hlut, sem einstakir menn áttu í skipi eða skipsfarmi. Ég sé elcki, hvaða annað orð menn gátu haft áður um hlut hverrar jarðar, þegar fuglabjörgum eða fugla- °g eggjaítökum í þeim var úthlutað milli þeirra, nema þá ítak. Þetta orð er þó framan af mjög sjaldgæft og virðist varla vera miklu eldra en partur. Fjöruítökin eru í elztu máldögum og skrám aðeins kölluð fjörur eða rekafjörur. Orðið ítak er myndað hér á Islandi. Mér þykir líklegt, að það hafi í fyrstunni einungis verið haft um afnotaréttindi í landi annarra jarða. Hvorugt þessara orða, ítak eða partur, bendir á neitt gamalt sam- band við önnur lönd. Það er öðru nær. En hin orðin, teigur og tóft, má segja að sanni slíkt samhengi. Það er ljóst, að þau eiga við ítök af sérstöku tagi. Teigar og tóftir hljóta að hafa verið afmarkaðar ræm- ur af álíkri stærð eða álíku verði. Þess vegna mátti telja þau: fimm skógarteigar, þrjár skógartóftir og því um líkt. En það virðist aldrei vera tekið fram, hversu einhver teigur eða tóft sé stór eða dýr eða hve mikið þar megi höggva eða heyja. Allt annað er með hin ítökin, sem aldrei eða örsjaldan eru kölluð teigar eða tóftir. Það virðist varla nokkurs staðar vera sagt, að ein- hver kirkja eða jörð eigi tvær eða þrjár fjörur eða fleiri beitar- eða af- réttarítök á einhverjum nafngreindum stað. Aftur á móti er oft tekið fram, hve þangað megi reka margt fé og hve lengi árs, og stundum, hvers hver fjara sé verð eða hve hún sé stór. Gamla skráin um reka- fjörur á Skaftáróssöndum segir, að Hraunsfjara sé 8 tigir hins 13. hundraðs, Kristbúafjara 10 tigir hins 4. hundraðs, Hörgslendinga- fjara 3 hundruð og 5 tigir og svo framvegis (Dipl. Isl. I, bls. 204), jarðabók Isleifs Einarssonar, að Skaftafell eigi rekafjöru fyrir Skeiðar- ársandi, fern 18 hundruð, og Freysnessfjöru, 12 hundruð (Blanda I, bls. 38). Hér hlýtur úthlutunin að hafa verið af öðru tagi en við skóg- ar- og engjateiga og hefur varla verið eins skipulögð. Orðin teigur eða tóft og ýmislegt annað bendir þannig eindregið til þess, að einhver skipulögð úthlutun skógar- og engjalands hafi átt sér stað á Islandi mjög snemma, meðan landsmenn mundu ennþá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.