Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 73
73
fjömrnar við Skaftárós, þar sem margir bæir bæði í Landbroti og á
Síðu áttu snemma rekaítök, og svo Drangey, sem Grettis saga segir,
að um 20 skagfirzkir bændur hafi átt parta í (70. kap.).
Hér mælir orðið partur, sem sagan notar, fast á móti því, að út-
hlutunin sé gömul. Orðið er af latneskum uppruna og varla tekið upp
í íslenzku fyrir 1300. Það mun hafa komið hingað með kaupmönnum
og sjómönnum og hafa verið notað í fyrstunni um hlut, sem einstakir
menn áttu í skipi eða skipsfarmi. Ég sé elcki, hvaða annað orð menn
gátu haft áður um hlut hverrar jarðar, þegar fuglabjörgum eða fugla-
°g eggjaítökum í þeim var úthlutað milli þeirra, nema þá ítak. Þetta
orð er þó framan af mjög sjaldgæft og virðist varla vera miklu eldra
en partur. Fjöruítökin eru í elztu máldögum og skrám aðeins kölluð
fjörur eða rekafjörur. Orðið ítak er myndað hér á Islandi. Mér þykir
líklegt, að það hafi í fyrstunni einungis verið haft um afnotaréttindi í
landi annarra jarða.
Hvorugt þessara orða, ítak eða partur, bendir á neitt gamalt sam-
band við önnur lönd. Það er öðru nær. En hin orðin, teigur og tóft, má
segja að sanni slíkt samhengi. Það er ljóst, að þau eiga við ítök af
sérstöku tagi. Teigar og tóftir hljóta að hafa verið afmarkaðar ræm-
ur af álíkri stærð eða álíku verði. Þess vegna mátti telja þau: fimm
skógarteigar, þrjár skógartóftir og því um líkt. En það virðist aldrei
vera tekið fram, hversu einhver teigur eða tóft sé stór eða dýr eða
hve mikið þar megi höggva eða heyja.
Allt annað er með hin ítökin, sem aldrei eða örsjaldan eru kölluð
teigar eða tóftir. Það virðist varla nokkurs staðar vera sagt, að ein-
hver kirkja eða jörð eigi tvær eða þrjár fjörur eða fleiri beitar- eða af-
réttarítök á einhverjum nafngreindum stað. Aftur á móti er oft tekið
fram, hve þangað megi reka margt fé og hve lengi árs, og stundum,
hvers hver fjara sé verð eða hve hún sé stór. Gamla skráin um reka-
fjörur á Skaftáróssöndum segir, að Hraunsfjara sé 8 tigir hins 13.
hundraðs, Kristbúafjara 10 tigir hins 4. hundraðs, Hörgslendinga-
fjara 3 hundruð og 5 tigir og svo framvegis (Dipl. Isl. I, bls. 204),
jarðabók Isleifs Einarssonar, að Skaftafell eigi rekafjöru fyrir Skeiðar-
ársandi, fern 18 hundruð, og Freysnessfjöru, 12 hundruð (Blanda I,
bls. 38). Hér hlýtur úthlutunin að hafa verið af öðru tagi en við skóg-
ar- og engjateiga og hefur varla verið eins skipulögð.
Orðin teigur eða tóft og ýmislegt annað bendir þannig eindregið til
þess, að einhver skipulögð úthlutun skógar- og engjalands hafi átt
sér stað á Islandi mjög snemma, meðan landsmenn mundu ennþá