Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 75
75 gott að geta hagnýtt sér hreppaskipunina. En þannig var þó ekki í Gnúpverja- og Hrunamannahreppi. Landnámabók nefnir fjóra hreppa, alla í Arnessýslu og alla með íbúanafni í fyrri lið: Gnúpverja- og Hrunamanna-, HraungerSinga- og Kallnesingahreppa. Aðeins tvö hin fyrstu þessara nafna hafa haldizt. Hin munu ekki hafa verið nógu fastgróin. Kallaðarnes (Kaldaðarnes) liggur nú í Sandvíkurhreppi, Hraungerðingchreppur er orðinn að Hraungerðishreppi. Bæjarnafnið er komið í stað íbúanafnsins. Svip- að fór um Áverjahrepp. Nafnið er gamalt. Sturlunga saga kallar íbúa hans Áverja. Nú heitir hreppurinn Rangárvallahreppur. Það, sem ég gat dregið hér fram, bendir fast til þess, að þarna, í Arnessýslu og í vesturhluta Rangárvallasýslu, sé hreppaskipunin elzt, en að kjarninn hafi verið þeir Hrepparnir, Gnúpverja- og Hruna- mannahreppar, og um leið, að elztu hreppanöfn hafi verið kennd við menn frá einhverjum bæjum eða úr einhverjum sveitum (Holta- mannahreppur og Landmannahreppur). Það eru mikil líkindi til þess, að Hrepparnir (Eystri- og Ytri- Hreppar) hafi aldrei heitið öðrum nöfnum. Þeir munu þá hafa fengið þetta nafn þegar á landnámsöld eða litlu seinna. Það er þó annað mál, hvort þeir hafa þá þegar verið aðskildir sem tveir hreppar. Orðið hreppur mun hafa flutzt til lands með landnámsmönnum. Það er notað einnig í sumum norskum sveitum, í svipaðri merkingu og hér. Orðið gat þó vel verið haft sem nafn á sveit, ekki síður en Land, nafn á nágrannasveit Hreppanna. Það getur vel verið, að Hrunamenn og Gnúpverjar hafi einna fyrstir orðið til þess að skipuleggja framfærslu ómaga eða vátryggingu við bruna og fjárfelli, og hafi í því skyni skipt Hreppnum, sveit sinni, í tvennt, og að nágrannarnir hafi þá, þegar þeir fóru að þeirra dæmi, tekið upp um leið hreppsnaín þeirra sem nafn á sveitarfélögunum, sem þeir stofnuðu þá. Eins vel getur þó verið, að orðið hreppur hafi orðið að nafni þessara sveita fyrst, þegar þær mynduðu framfærslu- eða vátryggingarfélögin, og að eldra nafn þeirra hafi þá týnzt, en þó því aðeins, ef þetta hefur gerzt þarna mjög snemma og fyrr en í grannsveitunum. En hvenær? Nöfn eins og Gnúpverjahreppur hljóta að vera mjög gömul. Fjórðungarnir, sem báru nöfn af sömu gerð, fengu skipulag sitt á 10. öld. Nokkurn stuðning til þess að skera úr þessu aldursmáli virðist vera hægt að fá á hinum Norðurlöndunum. I Noregi eru á þennan hátt mynduð nöfn allra gömlu fylkjanna, frá Raumafylki og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.