Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 75
75
gott að geta hagnýtt sér hreppaskipunina. En þannig var þó ekki í
Gnúpverja- og Hrunamannahreppi.
Landnámabók nefnir fjóra hreppa, alla í Arnessýslu og alla með
íbúanafni í fyrri lið: Gnúpverja- og Hrunamanna-, HraungerSinga- og
Kallnesingahreppa. Aðeins tvö hin fyrstu þessara nafna hafa haldizt.
Hin munu ekki hafa verið nógu fastgróin. Kallaðarnes (Kaldaðarnes)
liggur nú í Sandvíkurhreppi, Hraungerðingchreppur er orðinn að
Hraungerðishreppi. Bæjarnafnið er komið í stað íbúanafnsins. Svip-
að fór um Áverjahrepp. Nafnið er gamalt. Sturlunga saga kallar íbúa
hans Áverja. Nú heitir hreppurinn Rangárvallahreppur.
Það, sem ég gat dregið hér fram, bendir fast til þess, að þarna, í
Arnessýslu og í vesturhluta Rangárvallasýslu, sé hreppaskipunin elzt,
en að kjarninn hafi verið þeir Hrepparnir, Gnúpverja- og Hruna-
mannahreppar, og um leið, að elztu hreppanöfn hafi verið kennd við
menn frá einhverjum bæjum eða úr einhverjum sveitum (Holta-
mannahreppur og Landmannahreppur).
Það eru mikil líkindi til þess, að Hrepparnir (Eystri- og Ytri-
Hreppar) hafi aldrei heitið öðrum nöfnum. Þeir munu þá hafa fengið
þetta nafn þegar á landnámsöld eða litlu seinna. Það er þó annað
mál, hvort þeir hafa þá þegar verið aðskildir sem tveir hreppar. Orðið
hreppur mun hafa flutzt til lands með landnámsmönnum. Það er
notað einnig í sumum norskum sveitum, í svipaðri merkingu og hér.
Orðið gat þó vel verið haft sem nafn á sveit, ekki síður en Land, nafn
á nágrannasveit Hreppanna. Það getur vel verið, að Hrunamenn og
Gnúpverjar hafi einna fyrstir orðið til þess að skipuleggja framfærslu
ómaga eða vátryggingu við bruna og fjárfelli, og hafi í því skyni skipt
Hreppnum, sveit sinni, í tvennt, og að nágrannarnir hafi þá, þegar
þeir fóru að þeirra dæmi, tekið upp um leið hreppsnaín þeirra sem
nafn á sveitarfélögunum, sem þeir stofnuðu þá. Eins vel getur þó
verið, að orðið hreppur hafi orðið að nafni þessara sveita fyrst, þegar
þær mynduðu framfærslu- eða vátryggingarfélögin, og að eldra nafn
þeirra hafi þá týnzt, en þó því aðeins, ef þetta hefur gerzt þarna mjög
snemma og fyrr en í grannsveitunum.
En hvenær? Nöfn eins og Gnúpverjahreppur hljóta að vera mjög
gömul. Fjórðungarnir, sem báru nöfn af sömu gerð, fengu skipulag
sitt á 10. öld. Nokkurn stuðning til þess að skera úr þessu aldursmáli
virðist vera hægt að fá á hinum Norðurlöndunum. I Noregi eru á
þennan hátt mynduð nöfn allra gömlu fylkjanna, frá Raumafylki og