Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 78
78 íbúanöfnum, eins og Hátúningamelur og Dalbœingafjara, þá þegar víða hafa verið algeng og notuð oftar en hin nöfnin. Auk þess má gera ráð fyrir, að dæmi norsku fylkjanafnanna og annarra slíkra nafna á hinum Norðurlöndunum hafi haft áhrif á myndun elztu hreppanafna hér á íslandi. Það getur samt verið, að menn úr þeim ættum, sem bjuggu á Stóra-Núpi og í Hruna, hafi átt svo mikinn þátt í stofnun þeirra fram- færslu- eða vátryggingarfélaga, sem fengu hrepps-nafnið, að elztu hrepparnir hafi af því verið kallaðir Gnúpverja- og Hrunamanna- hreppar. Var Hjalti Skeggjason meðal þeirra eða aðrir af hans ætt? Ef það er satt, að hann hafi búið á Stóra-Núpi,1) þá er þetta Gnúp- verjaættin. Þó að sumt af því, sem nú var sagt, séu tómar getgátur, þá má samt telja það sennilegt, að nöfn þessara tveggja hreppa séu ekki frá fyrstu mannsöldrum íslandsbyggðar. Þetta má þó rökstyðja betur. Landnámabók nafngreinir í Hreppunum sjö landnámsbæi, í Eystri- Hrepp Haga, Ófeigsstaði (Steinsholt), Skaftaholt og Þrándarholt, í Ytri-Hrepp Berghyl, Hóla (Hrepphóla) og Másstaði. En Gnúpur (Stóri-Núpur) og Hruni, sem hrepparnir eru kenndir við, eru þar hvergi nefndir. Það mun hafa tekið sinn tíma, áður en þessir bæir urðu að þeim höfuðbólum, sem þeir voru seinna. En fyrr munu hrepp- arnir ekki hafa verið kenndir við þeirra menn. Á hinn bóginn er þó ósennilegt, að þessi elztu hreppanöfn hafi verið mynduð seinna en í lok víkingaaldar, þar sem þau eru ekki kennd beint við bæi, heldur íbúa þeirra. Á þetta var bent að framan. Það virðist því vera líklegast, að nöfnin og þá einnig þessir hreppar sjálfir hafi orðið til um aldatugamótin eða þá litlu fyrr eða seinna. Þetta virðist vera komið nær marki. En þar sem ísland varð kristið einmitt árið 1000, skera öll þessi rök samt ekki úr því, hvort hreppa- skipunin eigi upptök sín í heiðnum eða kristnum sið. Þau gera það ekki frekar en öll önnur rök, sem menn hafa dregið fram í þessu skyni. En þetta mun vera talið hið veigamesta atriði í þessu sam- bandi. Ég skal þó að lokum bæta fáeinum atriðum við. Lögin heimtuðu, að í hverjum hreppi væru ekki færri en 20 þingfararkaupsbændur. Það er ólíklegt, að þetta ákvæði sé ungt, svo að þar hafi í upphafi Sjá um þetta Ólafur Lárusson, Byggð og saga, bls. 81.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.