Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 82
82 Óvíða sér nema eina götu í hraunlendi eða þar, sem grágrýtis- klappir eru. Þó ber aðeins út af. Þar, sem vegir lágu um svona ógreitt land, urðu menn oft að teyma lestir sínar hverja á eftir annarri. Vegna þess að aðdráttarferðir manna voru á nokkuð ákveðnum tíma, sér í lagi á vorin, sammæltust oít menn úr sömu sveit til slíkra ferðalaga, og gátu oft slegizt í förina fleiri menn með hesta einhvers staðar á leiðinni. Urðu því oft fleiri tugir hesta í hópnum, þar sem hver maður var oftast með 5—8 hesta. Þegar menn fóru lausríðandi og leið þeirra lá um slíkt land, urðu þeir að ,,lesta sig“, sem kallað var, gátu ekki riðið hlið við hlið, og var þetta stundum kallaður ,,gæsagangur“. Aftur á móti þar, sem götur lágu eftir grónu landi, t. d. grasdölum, árbökkum eða með fram sjó, sjást sums staðar allt að tuttugu götur hlið við hlið; þá gátu menn teymt lestir sínar samsíða, eða ef lausir voru, riðið hver við annars hlið, spjallað saman, rétt milli sín tóbaks- ílát og ef til vill vasafleyg, sem hressti þá og lífgaði á margra daga lestarorri. Mest mun hafa farið fyrir hinum svonefndu skreiðarferðum, en svo voru þær ferðir kallaðar, þegar menn fluttu frá sjó hlut sinn eða manna sinna frá vetrar- og vorvertíð, og var það helzt hertur fiskur og þorskhausar, söltuð og sigin grásleppa, svo og lítils háttar korn- matur. Oftast nær var það svo, að þeir, sem fóru um þessar gömlu götur, þótt lausríðandi væru, urðu að fara hægt yfir landið, þar eð þær götur voru víða þröngar eða ógreiðar yfirferðar. Þetta hafði vitanlega sína ókosti og líka nokkra kosti. Ókostirnir voru heizt taldir þeir, að menn voru lengur en ef gatan hefði verið greið, — einnig það, að oft voru í þessum götum klif eða skarpar beygjur, sem varð að fara hægt yfir og fyrir, og gátu baggar rekizt í og hrokkið af klakk. Sáust þess stundum merki með fram fornum götum, að slíkt hafði hent, þó jafn- vel sjaldnar en búast mátti við. Athugull ferðamaður kom stundum auga á brotna högld af reipi utan við veginn; kom þá stundum í ljós, ef menn nenntu að taka upp og skoða þetta gamla, þögla vitni hinnar fornu og miklu umferðar, að það var komið um óravegu, jafnvel yfir fleiri sýslur, úr fjarlægum landsfjórðungi. Reipahagldirnar voru þá alltaf brennimerktar bæði nafni eiganda og hreppsbrennimarki. Það ber einnig við, að menn sjá við þessar gömlu götur skeifubrot eða jafnvel heila skeifu, sem er kannske orðin tvöföld að þykkt frá uppruna af ryði og sandi samanblönduðu; má oft merkja aldur henn- ar bæði af lagi og gatafjölda. Járnafrekt þótti oft á þjóðleiðum, samanber vísu þessa:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.