Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 97

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 97
97 hellinn kemur, og er ekki farandi ljóslaust. Aðalhellirinn er hvelfing, bogmynduð, nokkru meira en manngeng í miðju, en gólfið slétt hellu- gólf. Þeir, sem námu helli þennan, svo að sögur fari af, nefndu hann eftir félagi þeirra og kölluðu Hvatshelii. Nafnið máluðu þeir svo með gullnum stöfum á innanverða hvelfingu eða gólf (ég man ekki hvort heldur). Eftir að hellir þessi fannst, varð margt manna til að skoða hann. Nú eru þær ferðir víst að mestu niður lagðar, en ég get hans hér, ef einhvern fýsti að vitja hans og máske halda nafnfestinni við. Til leiðbeiningar skal þess getið, að til skamms tíma voru þrjár litlar vörður á Kersbrún norðaustan við op hans. Skal nú haldið áfram ferðinni. Þegar upp yfir hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlabúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið kringum, á hægri hönd. Fyrst er Sléttahlíð, þá Smalaskáli ofar og austar. Þegar brunann þrýtur, til vinstri, er hæð eða ás með aflíð- andi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður, en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð. Nokkuð hefur verið um þetta nafn deilt, eða réttara sagt nafn á þessari hæð, og hafa þar ýmsir haldið fram nafninu Smillibúð. Ut úr því nafni hefi ég aldrei neitt getað fundið og hef eindregið haldið á lofti nafninu Smyrlabúð. Ekki skal ég fullyrða, hvað liggur þessu nafni til grundvallar, en geta vil ég í þessu sambandi, að þar hef ég fundið í einu, fyrir mörgum ár- um, þó nokkur smyrilshreiður á klettasyllum, og mun það ekki víða, að smyrlar verpi svo í nábýli, sem þar var þá. Ekki er ólíklegt, að einhver hafi endur fyrir löngu orðið var óvenju margra smyrla um þessar slóðir og gefið svo hæð þessari nafn þar eftir. Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreið- fært klappahraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppsprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár. 1 Helgadal er talið, að byggð hafi verið fyrrum. Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Vala- hnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norður af Helgafelli. I Valahnjúkum norðaustanverðum, rétt við götuna, er lítill hellir inn í móbergið, Músarhellir. Gátu legið þar inni nokkrir menn, enda var hann notaður fram um síðustu aldamót sem náttstaður gangna- manna á haustin. Gangnamenn þessir voru norðurleitarmenn til Gjá- arréttar, sem nú er fyrir löngu niður lögð og flutt niður undir Hafnar- fjörð. Gjáarrétt var í norðvesturenda Búrfellsgjár, en hún er mikill og víða fagur hraunfarvegur frá Búrfelli, sem er stór eldgígur. Mun Búrfell vera stærsti og næsti gígur hér í nágrenni og er vel þess 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.