Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 98
98 virði, að skoðaður sé. Auðsætt er, að stórfellt gos hefur þar verið, því að geysimikið hraun hefur þar upp komið. Gígurinn er stór og reglulegur. Ekki er vitað, af hverju Músarhellir hefur fengið það nafn. Koma þar einkum tvær tilgátur til greina. Vitað er, að mús sótti mjög í malpoka gangnamanna, enda oft þar girnilegur biti, og ekki alltaf að kvöldi sem bezt að búið sökum anna, sem á stundum sátu í fyrir- rúmi hjá gangnamönnum í náttstað, einkum fyrstu nótt eftir að leið þeirra hafði legið um kaupstaðinn. Þætti mér líklegast, að nafnið sé dregið af því. Hins má og geta til, að einhver hafi sökum 'smæðar hellisins, líkt honum við músarholu. Nú hefur félagið Farfuglar lagt þetta forna leitarmannaból undir sig fyrir nokkru, breytt því svo að innan að útliti og aðbúnaði, að vistlegt má teljast. Nefnist nú Músar- hellir Valaból. Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali. Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfellsr sem fyrr er getið. Húsfell er nokkru ofar, stórt og umfangs- mikið fell. Kringum það, en þó einkum að norðan og austan, er Hús- fellsbruni, mjög úfinn og ógreiðfær yfirferðar. I Mygludölum var hest- um lofað að grípa niður, gætt að, hvort vel færi á lest, ef með var ver- ið, og, væri úr kaupstað verið að koma, venjulega hresst sig á glætu, ef hún var meðferðis. Þegar haldið er upp úr Mygludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Eftir um þriggja stundarfjórðunga lestagang, er farið yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr brunan- um, og eru það Kaplatór. Annað nafn er líka á þessum öldum, sem sé Strandartorfur, og býst ég við, að það sé ekki upprunalega nafnið, sennilega til orðið vegna ítaks, sem Strandarkirkja í Selvogi hefur átt þarna og þá líklega skógarhögg, því að viðarleifar finnast þar enn og í grennd við þær. Frá efri Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í hellurnar af alda umferð. Þegar upp að fjalli er komið, eru til norðurs með fjallinu gras- flatir allstórar, sem heita Kristjánsdalir. Norðan þeirra gengur hæðar- skagi fram úr fjallinu: Kristjánsdalahorn. Upp af Kristjánsdölum rís landið sem í öldum, og heitir þar Kristjánsdalabrúnir. Norðaustur af þeim eru Þríhnjúkar. Til suðurs sér alllangt með Lönguhlíð og til Dauðadala. Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, unz upp er komið á Kerlingarskarð. Allbratt er upp að fara, einkum neðst og efst. Þegar komið er undir efstu brekkuna, er dalverpi lítið í fjallið norðan götu. Þar sést enn kofarúst, leifar af skýli, sem byggt var í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.