Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 98
98
virði, að skoðaður sé. Auðsætt er, að stórfellt gos hefur þar verið,
því að geysimikið hraun hefur þar upp komið. Gígurinn er stór og
reglulegur. Ekki er vitað, af hverju Músarhellir hefur fengið það nafn.
Koma þar einkum tvær tilgátur til greina. Vitað er, að mús sótti mjög
í malpoka gangnamanna, enda oft þar girnilegur biti, og ekki alltaf
að kvöldi sem bezt að búið sökum anna, sem á stundum sátu í fyrir-
rúmi hjá gangnamönnum í náttstað, einkum fyrstu nótt eftir að leið
þeirra hafði legið um kaupstaðinn. Þætti mér líklegast, að nafnið sé
dregið af því. Hins má og geta til, að einhver hafi sökum 'smæðar
hellisins, líkt honum við músarholu. Nú hefur félagið Farfuglar lagt
þetta forna leitarmannaból undir sig fyrir nokkru, breytt því svo að
innan að útliti og aðbúnaði, að vistlegt má teljast. Nefnist nú Músar-
hellir Valaból. Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali.
Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til
Búrfellsr sem fyrr er getið. Húsfell er nokkru ofar, stórt og umfangs-
mikið fell. Kringum það, en þó einkum að norðan og austan, er Hús-
fellsbruni, mjög úfinn og ógreiðfær yfirferðar. I Mygludölum var hest-
um lofað að grípa niður, gætt að, hvort vel færi á lest, ef með var ver-
ið, og, væri úr kaupstað verið að koma, venjulega hresst sig á glætu, ef
hún var meðferðis.
Þegar haldið er upp úr Mygludölum, er lagt á hraun, sem nær
óslitið upp að fjalli. Eftir um þriggja stundarfjórðunga lestagang, er
farið yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr brunan-
um, og eru það Kaplatór. Annað nafn er líka á þessum öldum, sem
sé Strandartorfur, og býst ég við, að það sé ekki upprunalega nafnið,
sennilega til orðið vegna ítaks, sem Strandarkirkja í Selvogi hefur átt
þarna og þá líklega skógarhögg, því að viðarleifar finnast þar enn
og í grennd við þær. Frá efri Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn
mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur
Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í hellurnar af alda
umferð.
Þegar upp að fjalli er komið, eru til norðurs með fjallinu gras-
flatir allstórar, sem heita Kristjánsdalir. Norðan þeirra gengur hæðar-
skagi fram úr fjallinu: Kristjánsdalahorn. Upp af Kristjánsdölum rís
landið sem í öldum, og heitir þar Kristjánsdalabrúnir. Norðaustur af
þeim eru Þríhnjúkar. Til suðurs sér alllangt með Lönguhlíð og til
Dauðadala. Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, unz
upp er komið á Kerlingarskarð. Allbratt er upp að fara, einkum neðst
og efst. Þegar komið er undir efstu brekkuna, er dalverpi lítið í fjallið
norðan götu. Þar sést enn kofarúst, leifar af skýli, sem byggt var í