Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 109
109
pÖrum."1) Á öðrum stað segir hann, að hringurinn hafi verið ,,hand-
hringur mjög forn úr silfri og einhvern tíma gylltur, var á honum upp-
hleypt krossmark, líkt eins og hefur sézt á gömlum beltispörum.“2)
Vegna þessara ummæla neitar Sigurður Guðmundsson, að hringur-
inn komi kumlunum við,3) en lýsingin er of óákveðin til að fella megi
slíkan dóm, og það er langtum sennilegast, að hringurinn hafi einmitt
verið í einhverju kumlinu, ekki sízt þar sem silfurhringur hefur síðar
fundizt í öðru kumli á Hafurbjarnarstöðum (sjá síðar).
I útsynningsveðrum veturinn 1868 fór kumlateiginn að blása upp
svo að um munaði, en þá var Forngripasafnið nýstofnað, og fékk um-
sjónarmaður þess, Sigurður Guðmundsson, bóndann Ólaf Sveinsson
á Hafurbjarnarstöðum til að gefa skýrslu um fundinn. Síðan hafa
öðru hvoru fundizt þarna mannabein, og sumarið 1947 fórum við
Jón prófessor Steffensen á staðinn til að rannsaka, hvort nokkuð
kynni að vera þar eftir óhreyft. Ég tel heppilegast að byrja á að skýra
frá árangri þessarar rannsóknar, en víkja síðan að hinni gömlu
skýrslu. Hjá því getur ekki farið, að í grein þessari verða allar staðar-
miðanir kumlanna mjög ófullkomnar.
1. kuml. Rétt við garðinn fundum við kuml, sem aldrei hafði
verið úr skorðum fært, vegna þess að ekki voru nema 2—3 ár, síðan
sandinn blés ofan af því. Kumlið var að sjá sem steinabrú, aflangt og
ferskeytt, 1,70—1,75 m að I. og 80 sm að br., og var steinalag þetta
þannig allmiklu meira um sig en botn grafarinnar, sem var 1,10 m
að 1. og 45—50 sm að br., enda fláðu barmar hennar allmjög. Frá
efstu steinunum og niður að beinagrindinni, sem lá á botninum, voru
45—50 sm. Hafði gröfin verið tekin gegnum skeljasandslagið og ör-
lítið niður í fallegt gróðrarmoldarlag, sem undir því er. Ofanímokst-
urinn var því sambreyskingur af sandi og mold, þó mun meira af
sandi, og hafði hann geymt það, sem í kumlinu var, afburða vel.
Gröfin snéri ASA—VNV, og var höfuð hins heygða, sem var kona,
í ASA-endanum (1. mynd). Hún hafði verið lögð á hægri hlið, and-
litið horft í norður, hægri handleggur beinn niður með grafarbarm-
inum, en vinstri handleggur krepptur. Fæturnir voru krepptir saman
sem mest mátti verða, svo að skammt var frá hælbeinum að mjaðma-
spöðum. Oll lá beinagrindin jafnhátt. Frá fótagafli grafarinnar og
upp að vinstri framhandlegg, sem lá þversum yfir gröfina, hafði líkið
Ú Úr lýsingu Útskálaprestakalls 1889, Landnám Ingólfs III, bls. 184—85.
=) Baldur, C. tbl., 1868, bls. 24.
3) Skýrsla II, l)ls. 75 nm.