Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 134
134
(41.). Frá Selhól er stutt heim að Herdísarvík og engin örnefni á
þeirri leið. Snúum við nú aftur í vesturátt og förum úí með vegi. Fyrst
liggur vegurinn um hólótt land og óslétt. Þegar út á móts við Selhól
kemur, en hann er skammt neðan vegar, er farið yfir dálítinn hæðar-
hrygg, sem heitir Ingimundarhœð (42.). Þegar út yfir hana kemur,
taka við sléttar hellur, og er von bráðar komið að dálítilli hæð, sem
er fast við veginn norðanmegin, gróin móti suðri, en grasflöt fram af.
Er þetta Litla-Hrísbrekka (43.). Nokkru vestar gengur hár bruna-
hryggur norðvestur frá fjallinu fram að veginum, og er hér komið að
Stóru-Hrísbrekku (44.). Þar er gras í bollum og brekkum, svo og
viðarkjarr nokkurt. Frá Stóru-Hrísbrekku er land á fótinn vestur á
Klifhœb (45.). Þar sem hún er hæst, liggur vegurinn gegnum klauf,
sem rudd hefur verið í mjótt, en hátt brunahaft. Skammt austan undir
klifinu, sjávarmegin götu, er lítill hellir, snúa dyr mót austri, en lágar
mjög, þetta er Sœngurkonuhellir (46.). Sagan segir, að þar hafi
göngukona ein endur íyrir löngu alið barn. Vestan Klifhæðar er geil
af eldra hrauni með miklum lynggróðri, en vestan hennar samfelld
brunabreiða, sem runnið hefur ofan af fjalli vestan Lyngskjaldar.
Austarlega í þessari brunabreiðu, en ofan vegar, er stór, stakur hraun-
grýtissteinn, og er hér Sýslusteinn (47.), auðþekktur sökum stærðar
og einstæðingsskapar. Sýslusteinn er á mörkum milli Árnes- og Gull-
bringusýslu, og þá einnig merkjasteinn milii Herdísarvíkur og Krísu-
víkur. Úr Sýslusteini liggja sýslumerki yfir Lyngskjöld (48.), sem er
bunga í brún fjallsins, og hefur yngsta hraunið runnið ofan af fjallinu,
austan hans og vestan. Gren er á Lyngskildi, austan marka, Lyng-
skjaldargren (49.). Meiri gróður er í Lyngskildi en umhveríis hann,
t. d. mikið um eini, og er oft á haustin gott þar til einiberja. Austan
Lyngskjaldar, til Mosaskarðs austur, er Herdísarvíkurfjall (50.), og
er þar vestast hár hamar, Fálkahamar (51.), en grasbrekka með við-
arkjarri neðan undir, Fálkageiri (52.). Austan Fálkahamars er djúpt
skarð í brún fjallsins, Fálkageiraskarð (53.), og var fé, sem af fjall-
inu var smalað vor og haust, rekið niður úr þessu skarði, enda eini
staðurinn í brún fjallsins, allt til Mosaskarðs, sem hægt er að reka
fé um. Nokkru austan Fálkageiraskarðs liggja gras- og viðarbrekkur
upp undir hamra á mjóu belti, og heitir þar Breiðigeiri (54.). Austur
með, sem næst miðju fjalli, er grasbali eða flöt, sem nær lítið eitt upp
í fjallið og heitir Grcenaflöt (55.). Upp af henni, sem næst beint upp
fjallið, er mjó renna, og geta lausir menn farið þar um, og er hér
Grœnuflatarskarð (56.). Spölkorn austan þess, í brún fjallsins, er
allstór grastorfa, og sér til hennar víðast framan af hrauninu, og heit-