Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 134

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 134
134 (41.). Frá Selhól er stutt heim að Herdísarvík og engin örnefni á þeirri leið. Snúum við nú aftur í vesturátt og förum úí með vegi. Fyrst liggur vegurinn um hólótt land og óslétt. Þegar út á móts við Selhól kemur, en hann er skammt neðan vegar, er farið yfir dálítinn hæðar- hrygg, sem heitir Ingimundarhœð (42.). Þegar út yfir hana kemur, taka við sléttar hellur, og er von bráðar komið að dálítilli hæð, sem er fast við veginn norðanmegin, gróin móti suðri, en grasflöt fram af. Er þetta Litla-Hrísbrekka (43.). Nokkru vestar gengur hár bruna- hryggur norðvestur frá fjallinu fram að veginum, og er hér komið að Stóru-Hrísbrekku (44.). Þar er gras í bollum og brekkum, svo og viðarkjarr nokkurt. Frá Stóru-Hrísbrekku er land á fótinn vestur á Klifhœb (45.). Þar sem hún er hæst, liggur vegurinn gegnum klauf, sem rudd hefur verið í mjótt, en hátt brunahaft. Skammt austan undir klifinu, sjávarmegin götu, er lítill hellir, snúa dyr mót austri, en lágar mjög, þetta er Sœngurkonuhellir (46.). Sagan segir, að þar hafi göngukona ein endur íyrir löngu alið barn. Vestan Klifhæðar er geil af eldra hrauni með miklum lynggróðri, en vestan hennar samfelld brunabreiða, sem runnið hefur ofan af fjalli vestan Lyngskjaldar. Austarlega í þessari brunabreiðu, en ofan vegar, er stór, stakur hraun- grýtissteinn, og er hér Sýslusteinn (47.), auðþekktur sökum stærðar og einstæðingsskapar. Sýslusteinn er á mörkum milli Árnes- og Gull- bringusýslu, og þá einnig merkjasteinn milii Herdísarvíkur og Krísu- víkur. Úr Sýslusteini liggja sýslumerki yfir Lyngskjöld (48.), sem er bunga í brún fjallsins, og hefur yngsta hraunið runnið ofan af fjallinu, austan hans og vestan. Gren er á Lyngskildi, austan marka, Lyng- skjaldargren (49.). Meiri gróður er í Lyngskildi en umhveríis hann, t. d. mikið um eini, og er oft á haustin gott þar til einiberja. Austan Lyngskjaldar, til Mosaskarðs austur, er Herdísarvíkurfjall (50.), og er þar vestast hár hamar, Fálkahamar (51.), en grasbrekka með við- arkjarri neðan undir, Fálkageiri (52.). Austan Fálkahamars er djúpt skarð í brún fjallsins, Fálkageiraskarð (53.), og var fé, sem af fjall- inu var smalað vor og haust, rekið niður úr þessu skarði, enda eini staðurinn í brún fjallsins, allt til Mosaskarðs, sem hægt er að reka fé um. Nokkru austan Fálkageiraskarðs liggja gras- og viðarbrekkur upp undir hamra á mjóu belti, og heitir þar Breiðigeiri (54.). Austur með, sem næst miðju fjalli, er grasbali eða flöt, sem nær lítið eitt upp í fjallið og heitir Grcenaflöt (55.). Upp af henni, sem næst beint upp fjallið, er mjó renna, og geta lausir menn farið þar um, og er hér Grœnuflatarskarð (56.). Spölkorn austan þess, í brún fjallsins, er allstór grastorfa, og sér til hennar víðast framan af hrauninu, og heit-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.