Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 141
Skýrslur
I. Aðalfundur 1943.
Hann var haldinn í kirkjusal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 13.
nóv. og hófst kl. 5 síðdegis. Setti formaður fundinn og bað Kristján
Eldjárn vera fundarritara, þar eð hvorki ritari né vararitari gátu sótt
fundinn.
Þá gat formaður þess, að gera mætti ráð fyrir, að látizt hefðu er-
lendis nokkrir félagsmenn, fleiri en spurzt hefði enn hingað til lands.
Um einn kvað hann þó kunnugt, Fr. Paasche, prófessor í Ósló. Risu
fundarmenn úr sætum sínum minningu hans til virðingar.
Bætzt höfðu á árinu tveir ævifélagar, þeir Tómas Tómasson, öl-
gerðarmaður, og Jens Bjarnason, bókari, báðir búsettir í Reykjavík.
Þá hafði félaginu enn fremur bætzt 31 félag: með árstillagi.
Því næst skýrði formaður frá gerðum félagsins og gat þess, að út
hefði verið gefin árbók félagsins fyrir árin 1941 og 1942. Hafði þó
verið óvenju-miklum erfiðleikum bundið að koma bókinni út.
Þá lagði formaður fram endurskoðaðan reikning félagsins fyrir ár-
ið 1942. Talaði formaður nokkuð um fjárhag félagsins og skýrði frá,
að hann væri nú nokkru betri en nokkru sinni fyrr. Taldi hann, að
efni myndu vera til að gefa út næstu árbók, fyrir yfirstandandi ár, en
þó myndi, ef til vildi, betra að bíða með það fyrst um sinn, meðan
prentkostnaður væri svo gífurlegur sem nú væri.
Þá fór formaður nokkrum orðum um örnefnasöfnun og örnefna-
sjóð félagsins. I sambandi við það minntist hann á fráfall Margeirs
kennara Jónssonar, er um allmörg ár hafði starfað að örnefnasöfnun
fyrir félagið, einkum í Skagafjarðarsýslu.
Næst var á dagskrá stjórnarkosning. Kom fram tillaga um endur-
kosning stjórnar og fulltrúa. Voru allir fundarmenn því samþykkir,
og voru því allir embættismenn og allir þeir fulltrúar, er úr skyldu
ganga samkvæmt lögum, endurkosnir í einu hljóði.
Formaður bar að lokum fram þá tillögu sína, að Sigurður Krist-
jánsson, fyrrum bóksali, yrði kjörinn heiðursíélagi. Kvað formaður
hann hafa verið í félaginu frá upphafi þess og auk þess jafnan verið