Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 144
144
Formaður skýrði írá störfum félagsins á umliðnu ári og breyting-
um á félagatölu þess. Höfðu bætzt við 18 nýir félagsmenn. —- I undir-
búningi væri árbók fyrir árin 1943—1946.
Þá skýrði formaður frá fjárhag félagsins og las upp reikning þess
fyrir árið 1945, endurskoðaðan.
Formaður gat þess því næst, að hann hefði ekki talið tiltækilegt
að ráðast í endurprentun uppseldra árbóka, vegna þess, hve margir
árgangar eru uppgengnir og lítið eftir af mörgum þeirra, sem enn
eru til.
Formaður skýrði frá því, að stjórn félagsins hefði útvegað félags-
mönnum, er þess óskuðu, bókina Forntida gárdar með lægra verði
en hún væri seld í bókaverzlunum hér, og hefðu um 50 félagsmenn
sætt því boði.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið.
V. Aðalfundur 1947.
Hann var haldinn í kirkjusal Þjóðminjasafnsins 20. des., kl. 5
síðdegis.
Formaður setti fundinn og minntist látinna félagsmanna. Þeir voru:
Magnús Friðriksson, fyrrum bóndi á Staðarfelli.
Páll Stefánsson, fyrrum bóndi á Ásólfsstöðum.
A. W. Johnston, fyrrum bókavörður í Lundúnum.
Minntust fundarmenn þeirra með því að rísa úr sætum sínum.
Þá gat formaður árbókar félagsins og kvað nú ráðlegt að gefa út
myndarlegt hefti fyrir þau ár, sem árbók hefur ekki komið fyrir. Bað
hann fundarmenn að athuga, hvort þeim sýndist, að rétt væri að láta
bókina þá halda hinu gamla nafni eða taka upp annað nýtt, og gera
þá tillögur um það nafn, ef samþykkt yrði breyting.
Þá skýrði formaður frá hag félagsins og las upp reikning þess fvrir
árið 1946, endurskoðaðan.
Þá var rætt nokkuð um árbók félagsins, og óskaði Snæbjörn Jóns-
son eindregið eftir, að athugaðir yrðu möguleikar á endurprentun
(ljósprentun) þeirra árganga hennar, sem upp væru gengnir.
Formaður gat um nýja félagsmenn. Voru þeir fjórir.
Samkvæmt lögum félagsins átti að kjósa nýja stjórn í því á þess-
um fundi, og var það gert. Formaður og ritari voru endurkosnir, sömu-
leiðis endurskoðendur, varaformaður og vararitari, en féhirðir var
kosinn Jón Jóhannesson og varaféhirðir Snæbjörn Jónsson. í stað
þeirra þriggja fulltrúa, er áttu lögum samkvæmt að ganga úr nú, voru