Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 146

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 146
146 endurskoða og leiðrétta nöfn á uppdráttunum, og væri að mestu leyti búið að lagfæra á nýjustu útgáfum uppdráttanna það, sem rangt hefði verið á hinum fyrstu. — Að því, er snerti byggðir, sem nú væru að fara í eyði, var formaður á sama máli og Benedikt, og kvað mjög æskilegt, að alþingi og stjórn beinlínis hlutuðust til um það, að þar færi fram örnefnasöfnun, ef menn fengjust til að vinna að henni, menn, sem væru færir um að gjöra það á æskilegan hátt. Jón Jóhannesson benti á, að þegar kunnugir menn söfnuðu örnefn- um, hætti þeim við, þegar um hversdagsleg nöfn væri að ræða, að gleyma að geta um og gera grein fyrir landslagi, til skýringar slíkum nöfnum, en þó væri nauðsynlegt að gjöra það, vegna þess, að mál- venja væri ekki alstaðar hin sama, þegar um landslagstilbrigði væri að ræða. Það mætti telja líklegt, að ókunnugir menn kæmust fremur fram hjá þeirri hættu, menn, sem ekki þyrftu að láta neina sérstaka málvenju villa sér sýn. Taldi ræðumaður, að heppilegast myndi, að fræðimenn ynnu að örnefnasöfnuninni, enda myndi enginn hörgull vera á góðum íslenzkum fræðimönnum, sem gætu unnið það starf, ef fé fengist til að greiða þeim fyrir það. Þá minntist formaður nokkuð á fornleifalögin og frumvarp, er nú liggur fyrir alþingi, um verndun sögustaða og náttúrufriðun. Taldi hann þetta mjög þarflegt frumvarp og líklegt til góðs árangurs. Ættu félagsmenn að hafa vakandi auga á þessu máli og benda á staði, sem vernda þyrfti, áður en það yrði um seinan; nú þegar væri búið að spilla mörgu fyrir hugsunarleysi og vöntun á verndarlöggjöf, bæði sögustöðum og stöðum, sem sérkennilegir væru frá náttúrunnar hendi. Sigurður Þórarinsson tók í sama streng og nefndi ýmsa staði, sem þegar væri búið að skemma, eða lægi við borð, að gert yrði, ef ekki yrði tekið í taumana. Vigfús Guðmundsson kvaðst vilja víkja nokkuð að örnefnunum aftur og minntist síðan á ýmis örnefni, sem getið er í fornum ritum, en nú eru týnd, ekki notuð lengur á neinum stöðum, sem þau hefðu fyrrum verið á. Sagði hann, að hann vildi, að allt yrði gert, sem unnt yrði, til þess að finna aftur þá staði, sem þau ættu við. Nefndi hann allmörg dæmi um örnefni, sem enginn vissi nú með vissu, hvar stað- setja ætti. Formaður tók undir þetta með Vigfúsi og nefndi nokkur fleiri dæmi um slík örnefni, sem óvíst væri um nú, við hvaða staði átt hefðu. Fleira var ekki tekið fyrir, og sleit formaður fundi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.