Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 5
TÁ-BAGALL FRÁ ÞINGVÖLLUM
9
ara spanskgrænuhrúður, helzt niðri í skorum og innan á krókunum.
Spillir þetta nokkuð heildarsvip húnsins nú.
Mál húnsins eru sem hér segir: Þvert yfir um krókana er hann
8,7 sm, falurinn er 5,1 sm að lengd eða hæð, falopið er að utanmáli
2 sm, en mest þvermál falsins (um upphleypta hringinn) er 2,4 sm.
Stofn húnsins er hólkur eða falur, sem stafsendinn hefur gengið
upp í, og þar er hann reyndar enn. Op falsins er 1,5 sm í þvermál,
en síðan þrengist holið eða pípan upp eftir eins og teikning af stafs-
endanum sýnir. Falurinn er opinn upp úr, en efra gatið er miklu
minna en hið neðra og ekki kringlótt. Af stafnum sjálfum er nú
aðeins varðveittur tappinn, sem er innan í falnum sjálfum og 1,5 sm
langur bútur þar fyrir neðan (3. mynd). Stafurinn hefur að öllum lík-
indum verið úr hornviði (Cornus sanguinea L.). Það er harður viður
og hefur því mikið slitþol, vex víða í Evrópu, m. a. í Danmörku, Suður-
Svíþjóð og við Oslófjörð, þægilegur viður að renna og fægja og
þykir góður í göngustafi.- Þvermál stafsins hefur verið 2 sm eins
og ytra þvermál falsins neðst, en hann hefur nú rýrnað nokkuð.
Um lengd stafsins verður ekkert sagt. Falurinn hvílir á þverskornum
stalli, en frá stallinum og upp í falinn gengur uppmjókkandi tappi,
sem nær alveg upp úr og er jafnlangur falnum, 5,1 sm. Húnninn
hefur verið vandlega festur á stafsendann. Gerð hefur verið klauf
ofan í efri enda tappans alllangt niður eftir og hæfilegur flevgur
úr venjulegri furu rekinn ofan í hana gegnum efra op falsins. (Skyldi
slíkur fleygur ekki hafa verið nefndur veggur á máli fornmanna?)
Sýnir það, að það op er upprunalegt eða hefur a. m. k. verið þegar
húnninn var settur á þennan staf, sem ekki þarf endilega að vera
sá fyrsti, þótt ekkert bendi til annars. Það er ekki laust við, að svo
gæti virzt sem eitthvað lítils háttar hafi verið numið ofan af hún-
inum í skarðinu milli krókanna, aðeins stýft ofan af dálitlum odd-
um báðum megin.4 Það er eitthvað snubbótt og vandræðalegt við
fráganginn þar, engu líkara en sorfnir hafi verið fletir út frá mið-
stykkinu, sem ekki eru upprunalegir og rjúfa hið kúpta yfirborð
krókanna. Þetta er þó ekki víst, og má vera að frá upphafi sé flötur
látinn myndast smám saman frá hábungu krókanna og niður í skarðið.
En þá er það klaufalegra en annað á þessu verki.
Þá skal húninum sjálfum lýst nokkru nánar en þegar er fram
komið, og vísast um leið til ljósmynda og uppdrátta (1. og 2. mynd,
a—b). Húnninn er samhverfur um miðlínu falsins, tveir krókar
eins út til beggja hliða. Samhverfingin er mjög fullkomin að því
er tekur til útlínanna. Krókarnir falla nákvæmlega saman að útlín-