Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 56
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ég hefi ekki fengið ákveðin svör um þetta, enda fer þeim fækk-
andi, sem geta sagt ákveðið um þetta. Móðursystir mín (81 árs)
sagði mér, að ömmur mínar hefðu ekki haldið upp á vökustaur-
inn á sama degi. önnur hefði haldið það á miðvikudegi — en hin
á fimmtudegi.
Konu hitti ég í sumar, Ágústu Högnadóttur (87 ára). Hún er
minnug og sannorð. Hún sagði mér, að í þríbýli við foreldra
hennar hefðu búið tvenn hjón — önnur húsfreyjan Kristín og hin
Guðlaug að nafni — hefðu ekki haldið vökustaurinn á sama degi
eða kvöldi, vildi ekki fullyrða, hvenær á jólaföstunni þetta tilhald
var. Nú man ég vel, að við krakkamir vorum að spyrja í þaula
um vökustaur og fleira. Þá man ég, að afi minn sagði, að þegar
hefði verið búið að hlaða hverju góðgætinu ofan á annað, þá
hefði verið stungið í gegnum það mjóum staur, diskurinn hefði svo
verið látinn á hillu yfir rúminu.
Svo eru það vökustauramir (eða augnateprurnar), sem allir kann-
ast við, a. m. k. á Borgarfirði og á Héraði. Faðir minn sýndi okkur,
hvemig þeir voru látnir á augnlokin. Eldspýta var brotin —
ekki alveg í sundur, augunum lokað, brotið á eldspýtunni látið nema
fast við mitt augnlokið og rétt úr henni, svo hún festist við aug-
lokið. Þetta var látið á bæði augnlokin. Við þetta myndaðist svo-
lítill sársauki, er gerði það að verkum, að ef viðkomandi var
orðinn syfjaður, glaðvaknaði hann og augun, sem ef til vill hafa
verið orðin þurr, urðu rök. Hvort þetta hefur verið notað að ráði
— eða bara sem grýla, — get ég ekki um sagt. (ÞÞ 2836)
Droplaug J. Kerúlf, Fljótsdal:
Þú varst að spyrja um vökustaurinn. Þessa sömu spurningu bar ég
upp við ömmu mína fyrir um það bil 40 árum. Hún svaraði eitt-
hvað á þessa leið: Vökustaurinn varð til með þjóðinni á þeim tíma,
er landsmenn notuðu heimaunnið í flestar flíkur. Þá var allt band
spunnið á heimilunum, settir upp og ofnir margir vefir á hverjum
vetri. Þá þóttu það ekki miklar húsmæður, sem ekki höfðu góða
reglu á vinnubrögðum heimilisfólksins.
Eitt af því var það að hafa lokið við að spinna ákveðið magn af
bandi í vefina fyrir jól, og var miðað við, að spunanum skyldi
lokið að kveldi viss dags í vikunni fyrir jól, en sá dagur var nefndur
vökustaur. Nú munar oft mjóu. Dagur var að kveldi kominn, en
spunanum ekki að fullu lokið. Gat þá húsmóðir þess, að ekki yrði
gengið til náða, fyrr en verkinu væri lokið.