Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ég hefi ekki fengið ákveðin svör um þetta, enda fer þeim fækk- andi, sem geta sagt ákveðið um þetta. Móðursystir mín (81 árs) sagði mér, að ömmur mínar hefðu ekki haldið upp á vökustaur- inn á sama degi. önnur hefði haldið það á miðvikudegi — en hin á fimmtudegi. Konu hitti ég í sumar, Ágústu Högnadóttur (87 ára). Hún er minnug og sannorð. Hún sagði mér, að í þríbýli við foreldra hennar hefðu búið tvenn hjón — önnur húsfreyjan Kristín og hin Guðlaug að nafni — hefðu ekki haldið vökustaurinn á sama degi eða kvöldi, vildi ekki fullyrða, hvenær á jólaföstunni þetta tilhald var. Nú man ég vel, að við krakkamir vorum að spyrja í þaula um vökustaur og fleira. Þá man ég, að afi minn sagði, að þegar hefði verið búið að hlaða hverju góðgætinu ofan á annað, þá hefði verið stungið í gegnum það mjóum staur, diskurinn hefði svo verið látinn á hillu yfir rúminu. Svo eru það vökustauramir (eða augnateprurnar), sem allir kann- ast við, a. m. k. á Borgarfirði og á Héraði. Faðir minn sýndi okkur, hvemig þeir voru látnir á augnlokin. Eldspýta var brotin — ekki alveg í sundur, augunum lokað, brotið á eldspýtunni látið nema fast við mitt augnlokið og rétt úr henni, svo hún festist við aug- lokið. Þetta var látið á bæði augnlokin. Við þetta myndaðist svo- lítill sársauki, er gerði það að verkum, að ef viðkomandi var orðinn syfjaður, glaðvaknaði hann og augun, sem ef til vill hafa verið orðin þurr, urðu rök. Hvort þetta hefur verið notað að ráði — eða bara sem grýla, — get ég ekki um sagt. (ÞÞ 2836) Droplaug J. Kerúlf, Fljótsdal: Þú varst að spyrja um vökustaurinn. Þessa sömu spurningu bar ég upp við ömmu mína fyrir um það bil 40 árum. Hún svaraði eitt- hvað á þessa leið: Vökustaurinn varð til með þjóðinni á þeim tíma, er landsmenn notuðu heimaunnið í flestar flíkur. Þá var allt band spunnið á heimilunum, settir upp og ofnir margir vefir á hverjum vetri. Þá þóttu það ekki miklar húsmæður, sem ekki höfðu góða reglu á vinnubrögðum heimilisfólksins. Eitt af því var það að hafa lokið við að spinna ákveðið magn af bandi í vefina fyrir jól, og var miðað við, að spunanum skyldi lokið að kveldi viss dags í vikunni fyrir jól, en sá dagur var nefndur vökustaur. Nú munar oft mjóu. Dagur var að kveldi kominn, en spunanum ekki að fullu lokið. Gat þá húsmóðir þess, að ekki yrði gengið til náða, fyrr en verkinu væri lokið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.