Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 97

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 97
FÖNG TIL BÚMARKAFRÆÐI 101 í Seli varð þrjú strik, III. Áhaldamark í Hæðunum var og er IXI, eða gamla áhaldamarkið með einu striki framan við. Allir vasahnífar Ragnars í Skaftafelli voru markaðir með því á kinnum, er mig bar að garði hans vorið 1975, en ríf hnífaeign er honum nauðsyn sökum selveiða í látrum og skinnaverkunar. Hér hittist því enn eitt dæmi um. lifandi búmark árið 1975. Varðandi þetta efni mætti enn safna miklu efni á bóndabýlum. Söfn reipahaglda, sem þar er að finna, eru til mestra muna ókönnuð, en merkingar þeirra eru mikið rannsóknarefni. Á einni högld getur maður hitt fyrir mörk margra bænda, því reipi gengu sölum á upp- boðum. Haustið 1975 fékk ég gamla tréhögld hjá Þorgilsi Jónssyni bónda á Ægissíðu í Holtum. Hún var með einu brennimarki, JI, og fjórum skornum mörkum, XI, 14, A og margumtalaðri kló sem er algengust allra varðveittra marka. Niðurstaða athugana minna er þá þessi: Orðið búmark virðist víðast með öllu horfið úr mæltu máli á þessari öld. Utan Eyjafjalla hef ég hitt einn mann sem telur sig muna það úr máli föður síns, Eyjólf Eyjólfsson á Hnausum í Meðallandi, en vel má það vera fleirum kunnugt. Orðið áhaldamark hefur sama gildi, þótt að sönnu virðist það ekki eingöngu þurfa að vera bundið við búmark. Orðið búmark er á fyrri öldum einnig notað um fjármark, a. m. k. sumsstaðar á landinu. Fram um miðaldir er búmark stungið í inn- sigli og hefur við undirskrift bréfa sama gildi og eiginhandarnafn. Líkur benda til að búmörk hafi gengið að erfðum líkt og t. d. fjármörk og gátu því fylgt sömu jörð um langan aldur þar sem sama ætt sat að búi. Viðarmörk fylgdu óbreytt ákveðnum rekum um aldaraðir að því er virðist. Frá síðari tíma hittast dæmi þess að viðarmark jarðar og búmark væri hið sama. Ljóst er að sveifla verður í búmarkatísku íslendinga á seinni hluta 17. aldar og upp úr aldamótunum 1700. Búmörkin gömlu, sem að drjúgum hluta eru bandrúnir, fara að falla í valinn og mörkin verða einstaklingsbundnari. Þau fáu erfðamörk, sem haldist hafa fram á þennan dag, eru nánast eftirlegukindur. Hugsanlega er þessi breyt- ing að einhverju leyti tengd hamagangi 17. aldar gegn galdri, þar sem augljós tengsl eru milli búmarka og galdrastafa. Einnig geta þar komið til greina bein áhrif af samskiptum við aðrar þjóðir. Líta verður svo á að sérhvert mark, sem bóndi markar með bús- hluti sína, sé búmark hans. Skiptir þá engu máli þótt það sé aðeins í formi upphafsstafa bóndans, skornum eða brennimerktum, með got- nesku eða latnesku letri. Mörg búmörk og viðarmörk byggð á latnesku
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.