Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ar, útvegaði sér og lét nota danskan vefstól fyrstur manna í Þingeyjar-
sýsluó
Vefjarsmiðjur á seinni hluta 18. aldar
Arið 1751 kom vefjarsmiðja, „mióvefiar=smidia," með þremur vefstól-
um að utan til Magnúsar lögmanns Gíslasonar á Leirá (2. mynd ) og með
henni þýskur vefmeistari, Adam Ritter að rtafni. Lærðu nokkrir íslend-
ingar vefnað hjá honum."1 Árið 1752 kom til landsins klæðaverksmiðjan
(klæðavefsmiðjan), hluti af Innréttingunum, iðnaðarstofnununum, sem
Skúli fógeti kom á fót í Reykjavík, og reknar voru í hálfa öld. Hét sá
Dannenberg er ráðinn var forstöðumaður verksmiðjunnar, en hann og
sveinar hans sátu raunar fyrsta árið á Bessastöðum meðan verið var að
reisa hús yfir starfsemina í Reykjavík. ; Um 1754 var vefjarsmiðjan á Leirá,
„eitt so kallað Smal-tviffels- eður Kersu-veverie,"2 sameinuð verksmiðj-
unni í Reykjavík." Sagði Skúli Magnússon síðar um vefjarsmiðju þessa að
hún „æxladiz" þar „seinna meir mikit ... af Mitlender, sem vidbætti ler-
3. mynd. lnnri-Hólmur 1789. Ólafur amtmaður Stephensen starfrækti vefsmiðju á Innra-
Hólmi, en hann hafði flust þangað frá Sviðholti 1780. Hluti af vatnslitamynd eftir enska
listamanninn Edward Dayes sem var í fylgdarliði John Thomas Stanley, síðar lávarðar,
sem kom til íslands þetta ár. Ólafur Stephensen og John Thomas Stanley munu verafyrir
miðju á myndinni (7. og 9. frá vinstri). í Þjóðminjasafni íslands, Þjms. Stanley 3.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands.