Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í Vestur-Húnavatnssýslu, en hann hafði smíðað Jón Skúlason bóndi og
smiður (f. 1836, d. 1907) á Söndum í Miðfirði, sonur Skúla silfursmiðs
Einarssonar á Tannstaðabakka og bróðir Einars gullsmiðs á sama stað.h
Fleiri vefstólar þessarar tegundar hafa varðveist, til dæmis eru tveir í Þjóð-
minjasafni íslands. Er annar þeirra frá Bjargshóli í Miðfirði, „smíðaður af
Guðmundi Guðmundssyni smið á Syðri-Völlum (d. 1917) frekar en föður
hans, Guðmundi Guðmundssyni á Ytri-Völlum (d. 1867)."" Um hinn vef-
stólinn er hins vegar vitað að gefandi, Guðmundur Guðmundsson frá
Hörgsholti í Hrunamannahreppi, keypti hann 1913 eða 1914 af Jóhönnu
Magnúsdóttur á Kárastöðum í Þingvallasveit (d. 1935) og að maður henn-
ar, Halldór Einarsson vefari (f. 1852, d. 1912), hafði átt hann áður. Vef-
stóll með þessu lagi er í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ smíðaður af
Gísla Egilssyni (f. 1850) frá Völlum í Vallhólmi,7'' og annar í Byggðasafni
Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í Skógum. Síðarnefndi vefstóllinn er
frá Nýjabæ í Meðallandi, smíðaður um 1880 af bóndanum þar, Runólfi
Runólfssyni (f. 1849, d. 1950).0 Þá er vefstóll af þessari gerð í Byggðasafni
Akraness og nærsveita að Görðum á Akranesi; er hann úr eigu Kristjáns
8. mynd. Vefstóll með slöngurif
fyrir neðan spennislá, í baðstof-
unni á Keldum á Rangárvöllum
á fyrri hluta 20. aldar. Teikning
eftir Helgu Skúladóttur. Helga
Skúladóttir (1950), án blst. í
myndatexta þar segir:
„Baðstofan, suðurendi. Skúli
fléttar reipi, konan spinnur,
barnið les. Vefstóll utan við
milliþilið." Sjá 84. og 142.
tilvitnun. Ljósmynd:
Þjóðminjasafn Islands 1994.