Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 87
STÓLL ARA JÓNSSONAR
91
topplaga að gerð, og nær honum yfir herðar, föt hans eru nærskorin, hann
klæddur síðum brókum, og er í lágum skóm. Maðurinn snýr að óvætt-
inum, blæs í horn, sem hann heldur á í hægri hendi, en grípur vinstri
hendi um laufgaðan trjásprota eða tré, sem rís aftan við hann og myndar
stafinn s, tréð tengist útskurðinum sem t.h. er á fjölinni. Drekinn gapir,
rekur út úr sér tunguna, og sjá má að hún snertir manninn. Þarna virðist
mér litlum vafa undirorpið að tréskerinn hafi hagnýtt sér söguna alkunnu
um Jónas í hvalnum. Skepnan sem gleypti Jónas spámann hefur verið
sýnd öðru vísi í list en hvaiir eru útlits. Skepnan líkist dreka í tíglalögn frá
308-319 e.Kr. í Aquileia á Ítalíu. Hefur sú mynd birst í bók Martins Henig
um list Rómverja. í annari fornri mynd, töflu skorinni í fílabein frá Mur-
ano á Ítalíu, í eigu Ravenna-safns, er tré að baki Jónasi. David Talbot Rice
birtir af henni mynd í riti sínu urn býsanska list. í Biblíunni er talað um
risínusrunna í þessu sambandi. Eins og kunnugt er hefur sagan verið álit-
in tákna upprisuna. Ormshnúturinn vinstra megin á fjöl myndar eins kon-
ar hakakross, sbr. hinn víðkunna Þorvaldskross á eynni Mön, sem er tal-
inn vera frá 10. öld. Annar hnútur með skyldu lagi kemur í ljós hægra
megin á fjölinni, og enn annar á efra hluta vinstra framstólpa. Haka-
krossinn er ævafornt tákn og þekkist víða um heim. Hér tengist hann
gróðurríkinu á áberandi hátt. Elsta dæmi hans mun vera að finna í list
fornsteinaldar í Rússlandi. Hann hefur verið talinn merkja sólina og
eldinn, og þannig lífið, ennfremur er hann álitinn dauðatákn. A neðri
þverfjöl, þar sem greint mun frá Jónasi spámanni, er ekki ólíklegt að
krossinn merki sólina. Hið s-laga tré sem þarna rís kann að merkja rúnina
þ.e. sól. Toppmyndaðar húfur og hettur tíðkuðust mjög áður fyrr.
Gallar áttu skikkju sem nefndist bardocucullus, og var hún með áfastri
hettu. Voru í slíkum yfirhöfnum börn, bændur, ferðamenn og lágstétta-
fólk. Síðar tóku þær upp munkar, og getið er um fylgdarmenn sem hétu
hettusveinar í norrænum lieimildum. Hin topplaga hetta miðalda var ein-
kenni bænda, skólamanna, ferðalanga og kynjavera. Frá 10. til 12. aldar og
um talsvert skeið upp frá því voru í tísku hettur með herðahlíf, sbr. mynd
Jónasar spámanns. Telja sérfróðir menn að þær hafi þróast frá flíkinni bar-
docucullus.
Örsmá mynd, harla sérkennileg, byggð á samruna, er skorin út við mið-
bik framhliðar á Grundarstól Þjóðminjasafnsins. Þarna verður greind
mynd af manni, höfuðfati, dýri og gróðri. Úr verður all kímilegt skrípi, og
snýr vera þessi fram vinstra vanga, á henni er trýni, lmýðislaga, og munn-
urinn ákaflega víður. Hér kemur í ljós höfuðfat með stuttum strút, borði
þversum á því. Atriði þetta leynist í blaðskrauti hægra megin skráar-
gatsins, nálægt brún sessunnar. Því hefur ef til vill verið trúað, en sannað