Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 74
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Sama máli gegnir hins vegar um allan annan máttarvið hússins. Allt bendir til þess að hann sé frá því að húsið var reist á Blönduósi. Þegar húsin á Skagaströnd voru virt næst árið 1765 hafði nýtt kram- búðarhús risið og svo virðist sem gamla krambúðarhúsið sé eftir þetta kallað Kokkhúsið. Ekki er þó víst að hér sé um sama hús að ræða. Kokk- húsið er sagt vera 11 álnir og 13 þumlungar á breidd og 20 álnir og 6 þuml- ungar á lengd. Hæðin er 10 álnir og 5 þumlungar. í Kokkhúsinu er sagður vera reykháfur og bökunarofn. Ekki var áður getið um slíka innréttingu í gömlu krambúðinni, en vel má hugsa sér að þessum búnaði hafi verið komið fyrir þegar nýja krambúðin reis. Stærð Kokkhússins kemur ekki alveg heim og saman við stærð kram- búðarinnar að öllu leyti. Krambúðin er fyrst sögð 20 álnir á lengd og síðar 21 alin. Kokkhúsið er 20 álnir og 6 þumlungar eins og fyrr segir og vel má líta á þetta sem nákvæmari upplýsingar. Lengdin 20 álnir og 6 þumlungar er því sem næst 12,69 m en Hillebrandtshús mældist vera 12,67 m, sem verður að teljast nánast sama stærð. Breidd krambúðarinnar gömlu var sögð 12 álnir en kokkhúsið er sagt vera 11 álnir og 13 þumlungar, eða 7,24 m. Hillebrandtshús er 7,05 m á breidd og kemur það nokkuð undarlega fyrir sjónir að lengd Kokkhússins og Hillebrandtshússins skuli vera sú sama en á breiddina skuli skeika um 20 cm. Það bendir einmitt fremur til þess að hér sé ekki um sömu hús að ræða heldur en til hins gagnstæða. Kokkhúsið er 13 þumlungum lægra en gamla krambúðin og um 90 cm hærra en Hillebrandtshús. Af þessum samanburði má sjá að ekki verður einu sinni fullyrt að Kokkhúsið og gamla krambúðin séu eitt og sama húsið. Líklegt má þó telja að svo sé vegna þess að í virðingunni árið 1764 er þess ekki getið að Kokkhúsið sé nýtt hús, en þess var að jafnaði getið ef svo háttaði til. Einn- ig má telja líklegt að það sem skeikar í stærð húsanna megi rekja til óná- kvæmni í mælingu. Þau líkindi breyta þó litlu um það, að ekkert hefur enn komið fram sem styður beinlínis þá tilgátu að Hillebrandtshúsið og gamla krambúðin á Skagaströnd sé eitt og sama húsið. Hrefna segir í ritgerð sinni eftir að hafa borið virðingargerðirnar gömlu saman við Hillebrandtshús: „Ljóst er að grunnstærðir Hillebrandtshússins á Blönduósi, lengd og breidd, eru hinar sömu og á kokkhúsi Skagastrand- arkaupmanna." Þetta er ekki rétt. Lengdin er sú sama en breiddin ekki. Þar skeikar 20 cm. Hæðin er auk þess ekki sú sama. Þar skeikar 90 cm. Ekki gefst tóm til þess hér að rekja þennan samanburð á virðingunum og Hillebrandtshúsi í öllum smáatriðum. Mikilvægt er þó að nefna, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.