Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 96
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
beri hann normannskt verk eða engilsaxneskt. Þarna getur að líta húgögn.
Sjá má kolla og bekki, og loks kassastóla, eins og það orð hefur verið skilið
hér, og eru þessir kassastólar hásæti. Kollótt hásæti sjást á reflinum.
Meðal þeirra eru breiðir hásætiskollar. í lokakafla Njáls sögu er sagt frá
því að Flosi Þórðarson hafi sett Kára Sölmundarson í hásæti hjá sér, og
gerðist þetta í stofu á Svínafelli. Hásætið kann að hafa verið bekkur eða
breitt sæti. Þess má og minnast að Flosi kastaði í pall undan sér hásæti
þegar hann kom í Ossabæ til fundar við Hildigunni, segir frá því í 116.
kafla Njálu. Hverfum aftur að reflinum. Þar er venjulegt hásæti sýnt tvisv-
ar. í fyrra skiptið þar sem fjallað er um valdatöku Haralds Guðinasonar,
sem varð Haraldur II. Englandskonungur. Bak hásætisins er lægra vinstra
megin. I seinna skiptið, en þá er á himni halastjarna, situr konungur í
hásæti og maður talar við hann. Gæti umræðuefnið auðvitað verið hala-
stjarnan, sem fólki á þessum tímum þótti boða vá. Þetta sæti er frábrugðið
hinu, líkist það nokkuð Grundarstólunum, og tekur áhorfandi eftir því að
þverfjölin efst í baki sveigist lítið eitt upp, og hún sveigist mjög niður til
vinstri. Lík auðkenni eru á stól Rafns Brandssonar á Þjóðminjasafni. Efri
þverfjölin í stól Rafns Brandssonar er með bogadregnu sniði jafnt að ofan
sem að neðan, þarna lágir bogar. Hliðstæðu í sniði getur að líta að vissu
leyti þar sem er efsta brúnin á hásæti Maximians í Ravenna, og verður
komið að þeim stól síðar. Þetta snið efst á stól þekkist meðal germansk-
rómverskra stóla. I þessu efni er vert að beina athyglinni að engilsaxneskri
list. Hið lága bogsnið sést t.d. á gígju sem upp kom við fornleifarannsókn í
Sutton Hoo á Englandi, en þar fannst konungshaugur frá 7. öld e.Kr., á
steinkrossi í Halton, á hinum fornu legsteinum sem nefnast „hogback", og
víðar. Menn hafa gert því skóna að Bayeux-refillinn eigi heima í engilsax-
neskri list. Hefur verið lögð áhersla á listamiðstöð í Canterbury í því sam-
bandi. Lágt bogsnið einkennir bakið á útskornum bekk frá Kungsára í
eigu Statens historiska museum í Stokkhólmi. Bekkur þessi, talinn frá um
1100 e.Kr., er í rómönskum stíl og stíl víkingaaldar. Þetta sama snið baks
sést á fornum norskum stólum.
Við plægingu þar sem heitir Valö í Svíþjóð, í héraðinu Upplandi, kom
úr jörð árið 1953 ferstrendur stólpi úr furu, 1 m 95 sm á hæð, með hests-
haus skornum á enda að ofan. Talið er að stólpinn sé úr baki bekks eða
stóls, ef til vill úr baki öndvegis. Líklega er hann frá 8. eða 9. öld. Hásæti
með mjög háum bakstólpum virðast hafa tíðkast á írlandi. Á steinkross-
inum sem kenndur er við Moone þar í landi og kynni að vera frá 9. öld
getur að líta tvo stóla með háum stólpum skreyttum dýrshausum. Á ann-
arri myndinni sjást heilagur Páll og heilagur Antoníus, á hinni Abraham
og Isak. I skinnhandritinu sem kennt er við klaustrið í Kells á írlandi er