Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Litla, heilskorna myndin efst á vinstra framstólpa í stól Ara, brotin og
sprungin, sýnir mann er situr með hnén uppi, veit fram og leikur á v-laga
hörpu, höfuðið er af, svo að örðugt er að bera kennsl á manninn, en ekki
virðist annað líklegra en að myndin tákni Davíð konung. Myndir af hon-
um við hörpuslátt voru áður fyrr afar vinsælar. Það hefur verið haft fyrir
satt, að heimkoma Davíðs eftir sigurinn yfir risanum Golíat væri tákn-
rænn undanfari að innreið Krists í Jerúsalem á pálmasunnudag. Önnur
lítil kringskerða er efst á hægri framstoð. Mun henni ætlað að sýna mann
uppi í tré við innreið Krists. Þarna er mynd manns, nakins, með mikið hár,
situr hann klofvega milli risavaxinna laufblaða og gegnt trjónunni, og horf-
ir skáhallt aftur fyrir sig.
Mannamyndirnar á stól Ara Jónssonar líkjast hver annarri nokkuð, og
svipmót sést með þeim og mannamyndum hins stólsins. Það hefur þótt
sennilegt og hefur Björn Þorsteinsson m.a. ritað um það, að gerðar væru á
sæti Ara lögmanns myndir af Jóni Hólabiskupi Arasyni og fjölskyldu
hans. Þetta virðist mér vel geta verið rétt, en ekki er unnt að ráða hér fram
úr um hvaðeina. í miðju á öllum rimlunum í baki eru mannshöfuð upp-
hleyptrar gerðar, og aftan við þau jafnarma, skáhallur kross. Höfuðin,
fimm að tölu, eru við krossmiðju, armar krossanna eru oddmjóir nokkuð,
þverstýfðir fremst, skreyttir ristum og mismikið rist. Þarna getur að líta
Andrésarkrossinn, kross sem kenndur er við heilagan Andrés postula.
Lagið er upphátt, nema við þann, sem er annar í röð frá vinstri, en við
miðjar hliðar krossanna gengur út oddlaga blað. Ofan við og neðan eru
rimlarnir eins útlits og blaðgrein, og er víðast sem köngull við endann.
Rista verkið kann að merkja geisla, og sums staðar við atriði þessi má sjá
smáar, þéttar skerðingar, er hér hliðstæða við greinar sem ristar eru á
grunni kringlanna á efri þverslá. Á kringlunum eru pálmagreinar og sams
konar greinar koma í ljós á Rafnsstól. Pálminn, þetta alþekkta tákn sigurs
og einnig píslarvættis, hefur verið rakinn til lífstrésins. I kristninni er tré
lífsins tákn Krists og sýnir krossinn. Menn álitu að frá pálmanum stafaði
náð, og byggi í honum kraftur sem megnaði að reka burt illa anda og Jiindra
galdraáhrif. Hann einkennir helgihald sunnudagsins sem við hann er kennd-
ur. Mér virðist líklegt að fleira liggi að baki krossum þessum á stól Ara en
kristileg lofræða. Má ef til vill draga það til að krossar með x-lagi koma
fram á skjöldum í hinum myndskreytta vefnaði sem fannst í Ásubergs-
skipinu. Lag rúnarinnar gebo, sem merkir gjöf, er sem x. Um leið og rúnin
merkir gjöf á hún við gestrisni.
Mynd manns með mítur og bagal er skorin út miðsvæðis í kringlunni á
efri bakslá miðri. Hann stendur við hátt altari með altariskrossi, veit til hægri,
altarið að baki honum, og lyftir hægri hendi til að blessa. Hið kristna altari