Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 90
94 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Litla, heilskorna myndin efst á vinstra framstólpa í stól Ara, brotin og sprungin, sýnir mann er situr með hnén uppi, veit fram og leikur á v-laga hörpu, höfuðið er af, svo að örðugt er að bera kennsl á manninn, en ekki virðist annað líklegra en að myndin tákni Davíð konung. Myndir af hon- um við hörpuslátt voru áður fyrr afar vinsælar. Það hefur verið haft fyrir satt, að heimkoma Davíðs eftir sigurinn yfir risanum Golíat væri tákn- rænn undanfari að innreið Krists í Jerúsalem á pálmasunnudag. Önnur lítil kringskerða er efst á hægri framstoð. Mun henni ætlað að sýna mann uppi í tré við innreið Krists. Þarna er mynd manns, nakins, með mikið hár, situr hann klofvega milli risavaxinna laufblaða og gegnt trjónunni, og horf- ir skáhallt aftur fyrir sig. Mannamyndirnar á stól Ara Jónssonar líkjast hver annarri nokkuð, og svipmót sést með þeim og mannamyndum hins stólsins. Það hefur þótt sennilegt og hefur Björn Þorsteinsson m.a. ritað um það, að gerðar væru á sæti Ara lögmanns myndir af Jóni Hólabiskupi Arasyni og fjölskyldu hans. Þetta virðist mér vel geta verið rétt, en ekki er unnt að ráða hér fram úr um hvaðeina. í miðju á öllum rimlunum í baki eru mannshöfuð upp- hleyptrar gerðar, og aftan við þau jafnarma, skáhallur kross. Höfuðin, fimm að tölu, eru við krossmiðju, armar krossanna eru oddmjóir nokkuð, þverstýfðir fremst, skreyttir ristum og mismikið rist. Þarna getur að líta Andrésarkrossinn, kross sem kenndur er við heilagan Andrés postula. Lagið er upphátt, nema við þann, sem er annar í röð frá vinstri, en við miðjar hliðar krossanna gengur út oddlaga blað. Ofan við og neðan eru rimlarnir eins útlits og blaðgrein, og er víðast sem köngull við endann. Rista verkið kann að merkja geisla, og sums staðar við atriði þessi má sjá smáar, þéttar skerðingar, er hér hliðstæða við greinar sem ristar eru á grunni kringlanna á efri þverslá. Á kringlunum eru pálmagreinar og sams konar greinar koma í ljós á Rafnsstól. Pálminn, þetta alþekkta tákn sigurs og einnig píslarvættis, hefur verið rakinn til lífstrésins. I kristninni er tré lífsins tákn Krists og sýnir krossinn. Menn álitu að frá pálmanum stafaði náð, og byggi í honum kraftur sem megnaði að reka burt illa anda og Jiindra galdraáhrif. Hann einkennir helgihald sunnudagsins sem við hann er kennd- ur. Mér virðist líklegt að fleira liggi að baki krossum þessum á stól Ara en kristileg lofræða. Má ef til vill draga það til að krossar með x-lagi koma fram á skjöldum í hinum myndskreytta vefnaði sem fannst í Ásubergs- skipinu. Lag rúnarinnar gebo, sem merkir gjöf, er sem x. Um leið og rúnin merkir gjöf á hún við gestrisni. Mynd manns með mítur og bagal er skorin út miðsvæðis í kringlunni á efri bakslá miðri. Hann stendur við hátt altari með altariskrossi, veit til hægri, altarið að baki honum, og lyftir hægri hendi til að blessa. Hið kristna altari
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.