Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 5
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI 9 epts=vefnum.""7 Bogi bóndi Benediktsson, oftast kenndur við Hrappsey, og félagi „í þeim nýu Reykjavíkur Innréttíngum," bjó í fyrstu á Staðarfelli í Dölum. Fluttist hann þangað 1761 og fékk þangað danskan vefstól og klæðavefara, rokka og „þar til heyrandi" og „héldt vefnadi og spuna áfram" þar til hann fluttist í Hrappsey 1769. Þá er og nefnt að árið 1769 hafi enn komið út „mió=vefjar=smidia til Hlídarenda og Hjálmholts" til Brynjólfs sýslumanns Sigurðssonar,31' eins af fyrstu stjórnarmönnum Innrétt- inganna.31 Ennfremur starfrækti Ólafur Stephensen amtmaður í allmörg ár vefsmiðju heima hjá sér í Sviðholti og síðar að Innra-Hólmi“ (3. mynd). Notkun orðanna vefstaður og vefstóll33 I íslenskum heimildum frá 18. öld virðist lárétti vefstóllinn yfirleitt vera nefndur vefstaður, oftast danskur vefstaður,’1 en einnig vefstaður gerður eftir dönsku smíði, af eða eftir dönsku formi eða á danskan hátt,3 og enn- fremur nýr vefstaður eftir útlensku formi,3' svonefndur mjór vefstaður37 og klæðavefstaður. 3 Orðinu vefstóll skaut þó fljótlega upp; þó nokkur dæmi um það eru kunn úr heimildum frá seinni hluta 18. aldar, hið elsta frá 1754,3' og í riti frá um 1800 eru vefstóll og kljágrjótavefstaður nefndir í sömu málsgrein.4" Á 19. öld var jafnframt farið að hafa orðið vefstóll um vefstaðinn, þó svo að hann héldi einnig stundum sínu gamla heiti. Til að- greiningar voru jafnvel bæði orðin auðkennd með orðunum íslenskur eða danskur eftir því við hvort var átt4" og vefstaður, síðar meir, með orðunum gamli íslenski eða eingöngu gamli.43 Einnig kemur fyrir orðið vefur í merkingunni vefstóll44 og orðasambandið uppistöðu vefur um vefstað." í einu tilviki, frá 1831, eru vefstaðir nefndir „þeir gömlu standvefstólar."4" Lausleg athugun á svörum við spurningaskrá Þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns Islands 1966 um vefnað bendir til að í daglegu tali til sveita sunnanlands og vestan, sem og á Vestfjörðum, hafi um síðustu aldamót verið notuð bæði orðin vefstóll og vefstaður um lárétta vefstólinn, en norðanlands og austan nær eingöngu orðið vefstóll.4' Bæði vefstóll og vefstaður voru á fyrri hluta 20. aldar ætíð nefndir vef- staðir í Rangárvallasýslu." Að öðru leyti virðist heitið vefstaður á þeim tíma og síðar mjög hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir vefstólsnafngift- inni, að minnsta kosti í rituðu máli,4 ’ einna helst ásamt auðkennandi lýs- ingarorðum í orðasamböndunum gamli vefstóllinn, gamli íslenski vef- stóllinn og „hinn forni vefstóll,"" eða þá í samsetta orðinu kljásteinavef- stóll51 og jafnvel kljávefstóll. Auk þess kom fram orðið kljávefur um vef- staðinn.53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.