Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 72
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um mínum og tillaga að því hvernig gert skyldi við húsið. Niðurstöður mínar um aldur hússins voru mjög á annan veg en niðurstöður Hrefnu: „Engin ummerki fundust í húsinu sem stutt geta söguna um að húsið hafi verið flutt gamalt til Blönduóss og ekkert kom heldur fram sem eindregið mælir gegn sögunni. Engin ummerki á grind Hillebrandtshúss benda til þess að það sé smíðað upp úr viðum annars húss ..." Tvö atriði eru líklega mikilvægust í þessu leynilögreglumáli. í fyrsta lagi er það samanburður á gömlum lýsingum á einokunarverslunarhús- unum á Skagaströnd og Hillebrandtshúsi, einkum samanburður á stærð húsanna. í öðru lagi er það húsið sjálft og þau ummerki um fortíð þess sem það geymir. Ljóst er af elstu lýsingum að aðeins eitt þeirra húsa sem stóðu á Skaga- strönd kemur til greina sem forveri Hillebrandtshúss. Um það erum við Hrefna sammála. Það hús er í gömlum lýsingum kallað „Krambod med Kielder." Þessu húsi er lýst árið 1742 og er þá sagt 20 álnir á lengd og 12 álnir á breidd. Arið 1758 er sama hús sagt vera 21 alin á lengd og 12 álnir á breidd. Það er sem sagt einni alin lengra en árið 1742. Að auki er í seinni virðing- unni tilgreint að húsið sé 10 fög á lengd og 4 fög á breidd og jafnframt að það sé 10 3/4 alin á hæð. Snúið til metrakerfis er gamla krambúðin því 12,5 m á lengd og 7,5 metrar á breidd árið 1742 en 16 árum seinna er hún talin vera rúmir 13 m á lengd. Hillebrandtshús er hins vegar 12,69 m á lengd og 7,09 m á breidd. í virðingunum eru málin tilgreind í heilum álnum og því með allmikilli ónákvæmni. Ef lýsa á stærð Hillebrandtshúss í álnum á sama hátt, þá yrði það talið 20 álnir á lengd og 11 álnir á breidd. í báðum virðingunum er Krambúðarhúsið hins vegar sagt 12 álnir á breidd, og í virðingunni frá 1758 er það sagt 21 alin á lengd. Þessi samanburður styður því alls ekki söguna um uppruna Hille- brandtshúss nema menn gefi sér þá forsendu að stærð hússins á Skaga- strönd hafi í raun og veru ekki verið mæld heldur aðeins stikuð lauslega eða áætluð. í virðingunni árið 1758 bætast við upplýsingar um að Krambúðarhúsið sé 10 3/4 alin á hæð eða um 6,5 m. Hillebrandtshús er hins vegar um 5,3 á hæð, mælt frá aurstokki að mæni. Ekki er þess getið í virðingunni 1758 hvernig mælt sé og svo virðist af grein Hrefnu að hún hafi hugleitt þann möguleika að kjallari hafi verið undir Krambúðarhúsinu og að mælt hafi verið frá kjallaragólfi að mæni. Hún kemst hins vegar réttilega að þeirri niðurstöðu að með orðinu Kield-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.