Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 72
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um mínum og tillaga að því hvernig gert skyldi við húsið. Niðurstöður
mínar um aldur hússins voru mjög á annan veg en niðurstöður Hrefnu:
„Engin ummerki fundust í húsinu sem stutt geta söguna um að húsið hafi
verið flutt gamalt til Blönduóss og ekkert kom heldur fram sem eindregið
mælir gegn sögunni. Engin ummerki á grind Hillebrandtshúss benda til
þess að það sé smíðað upp úr viðum annars húss ..."
Tvö atriði eru líklega mikilvægust í þessu leynilögreglumáli. í fyrsta
lagi er það samanburður á gömlum lýsingum á einokunarverslunarhús-
unum á Skagaströnd og Hillebrandtshúsi, einkum samanburður á stærð
húsanna. í öðru lagi er það húsið sjálft og þau ummerki um fortíð þess
sem það geymir.
Ljóst er af elstu lýsingum að aðeins eitt þeirra húsa sem stóðu á Skaga-
strönd kemur til greina sem forveri Hillebrandtshúss. Um það erum við
Hrefna sammála. Það hús er í gömlum lýsingum kallað „Krambod med
Kielder."
Þessu húsi er lýst árið 1742 og er þá sagt 20 álnir á lengd og 12 álnir á
breidd. Arið 1758 er sama hús sagt vera 21 alin á lengd og 12 álnir á breidd.
Það er sem sagt einni alin lengra en árið 1742. Að auki er í seinni virðing-
unni tilgreint að húsið sé 10 fög á lengd og 4 fög á breidd og jafnframt að
það sé 10 3/4 alin á hæð.
Snúið til metrakerfis er gamla krambúðin því 12,5 m á lengd og 7,5
metrar á breidd árið 1742 en 16 árum seinna er hún talin vera rúmir 13 m á
lengd.
Hillebrandtshús er hins vegar 12,69 m á lengd og 7,09 m á breidd. í
virðingunum eru málin tilgreind í heilum álnum og því með allmikilli
ónákvæmni. Ef lýsa á stærð Hillebrandtshúss í álnum á sama hátt, þá yrði
það talið 20 álnir á lengd og 11 álnir á breidd. í báðum virðingunum er
Krambúðarhúsið hins vegar sagt 12 álnir á breidd, og í virðingunni frá
1758 er það sagt 21 alin á lengd.
Þessi samanburður styður því alls ekki söguna um uppruna Hille-
brandtshúss nema menn gefi sér þá forsendu að stærð hússins á Skaga-
strönd hafi í raun og veru ekki verið mæld heldur aðeins stikuð lauslega
eða áætluð.
í virðingunni árið 1758 bætast við upplýsingar um að Krambúðarhúsið
sé 10 3/4 alin á hæð eða um 6,5 m. Hillebrandtshús er hins vegar um 5,3 á
hæð, mælt frá aurstokki að mæni.
Ekki er þess getið í virðingunni 1758 hvernig mælt sé og svo virðist af
grein Hrefnu að hún hafi hugleitt þann möguleika að kjallari hafi verið
undir Krambúðarhúsinu og að mælt hafi verið frá kjallaragólfi að mæni.
Hún kemst hins vegar réttilega að þeirri niðurstöðu að með orðinu Kield-