Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 127
MJALTASTÚLKAN í GÍGNUM
131
Að síðustu þakka ég þeim, Margréti Jónasardóttur, Hrefnu Róbertsdótt-
ur og Mjöll Snæsdóttur fyrir ýtarlegan prófarkalestur. Jafnframt vil ég
þakka þeim dr. Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni fyrir ábendingar um heim-
ildir og dr. Karli Gunnarssyni fyrir að reyna að kenna mér latnesk heiti
sjávarplantna. Bestu þakkir.
Markmið
Markmið rannsóknanna voru einkum tvö. Kanna átti hve mikið væri
eftir af eldra flakinu. Einnig átti að bjarga þeim munum sem vitað var að
lægju á hafsbotni, í sandinum og leðjunni hjá eldra flakinu. Þegar kafað
var yfir botninum og fitjum eða fingrum veifað þyrlaðist sandurinn upp
og ótrúlega mikið af keramíki kom í ljós, einkum austan megin við kjölinn.
Vitað var að gífulegur áhugi var á meðal kafara, áhugamanna sem at-
vinnumanna að fara á staðinn þó ekki væri til annars en að skoða flakið.
Einhverjir fjölmiðlar höfðu nefnt eldra flakið Gullskipið og varð sú nafngift
ekki til að minnka þennan áhuga. Slíkt lokkar rnenn að sjálfsögðu að og
sérstaklega þá sem langar í ævintýri og stöku minjagrip til staðfestingar á
hlutdeild sinni í ævintýrinu. Þannig var ljóst að vænta mátti mikillar um-
ferðar á staðinn. Það hefði því verið nokkurt ábyrgðarleysi að láta staðinn
eftir ókannaðan. Þar hefði getað farið forgörðum geysimikið safn af 17.
aldar keramík.
Taka varð afstöðu til þess hvort ástæða væri yfirleitt til að rannsaka
þetta flak. En fyrst þurfti að sanna tilvist skipsins og að það væri hol-
lenskt.
Spurningin hvort að flakið væri þess virði að rannsaka það eða ekki
tengist að sumu leyti spurningunni um hvort sjávarfornleifafræði eigi rétt
á sér hér á landi eða ekki. Hvar skal byrja og hverjir eiga að standa á bak
við slíka rannsókn ef svarið skyldi vera jákvætt við fyrri spurningunni.
Á íslandi hefur aldrei áður farið fram fornleifarannsókn neðansjávar,
þó lengi hafi verið vitað um flök við strendur landsins. Eftir rannsóknina í
Flatey hefur höfundur sannfærst um að mun fleiri skipsflök liggja um-
hverfis landið en við, sem sinnum minjavörslu, höfum hugmynd um. Ekki
er örgrannt um að ég viti um eldri flök hér við land, en það sem greinir frá
hér á eftir, þó svo að sú vitneskja hafi ekki borist til eyrna minjavörslunnar
í landinu enn. Ekki er óhugsandi að finna megi basknesk flök frá 16. öld
og enskar duggur frá 15. öld og jafnvel þýska kugga frá 12.-14. öld. Mögu-
leikann á því að finna hér jafnvel skip landnámsmanna einhvern tímann
er ekki hægt að útiloka heldur, þó að okkur kunni að þykja það langsótt
núna.