Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 127
MJALTASTÚLKAN í GÍGNUM 131 Að síðustu þakka ég þeim, Margréti Jónasardóttur, Hrefnu Róbertsdótt- ur og Mjöll Snæsdóttur fyrir ýtarlegan prófarkalestur. Jafnframt vil ég þakka þeim dr. Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni fyrir ábendingar um heim- ildir og dr. Karli Gunnarssyni fyrir að reyna að kenna mér latnesk heiti sjávarplantna. Bestu þakkir. Markmið Markmið rannsóknanna voru einkum tvö. Kanna átti hve mikið væri eftir af eldra flakinu. Einnig átti að bjarga þeim munum sem vitað var að lægju á hafsbotni, í sandinum og leðjunni hjá eldra flakinu. Þegar kafað var yfir botninum og fitjum eða fingrum veifað þyrlaðist sandurinn upp og ótrúlega mikið af keramíki kom í ljós, einkum austan megin við kjölinn. Vitað var að gífulegur áhugi var á meðal kafara, áhugamanna sem at- vinnumanna að fara á staðinn þó ekki væri til annars en að skoða flakið. Einhverjir fjölmiðlar höfðu nefnt eldra flakið Gullskipið og varð sú nafngift ekki til að minnka þennan áhuga. Slíkt lokkar rnenn að sjálfsögðu að og sérstaklega þá sem langar í ævintýri og stöku minjagrip til staðfestingar á hlutdeild sinni í ævintýrinu. Þannig var ljóst að vænta mátti mikillar um- ferðar á staðinn. Það hefði því verið nokkurt ábyrgðarleysi að láta staðinn eftir ókannaðan. Þar hefði getað farið forgörðum geysimikið safn af 17. aldar keramík. Taka varð afstöðu til þess hvort ástæða væri yfirleitt til að rannsaka þetta flak. En fyrst þurfti að sanna tilvist skipsins og að það væri hol- lenskt. Spurningin hvort að flakið væri þess virði að rannsaka það eða ekki tengist að sumu leyti spurningunni um hvort sjávarfornleifafræði eigi rétt á sér hér á landi eða ekki. Hvar skal byrja og hverjir eiga að standa á bak við slíka rannsókn ef svarið skyldi vera jákvætt við fyrri spurningunni. Á íslandi hefur aldrei áður farið fram fornleifarannsókn neðansjávar, þó lengi hafi verið vitað um flök við strendur landsins. Eftir rannsóknina í Flatey hefur höfundur sannfærst um að mun fleiri skipsflök liggja um- hverfis landið en við, sem sinnum minjavörslu, höfum hugmynd um. Ekki er örgrannt um að ég viti um eldri flök hér við land, en það sem greinir frá hér á eftir, þó svo að sú vitneskja hafi ekki borist til eyrna minjavörslunnar í landinu enn. Ekki er óhugsandi að finna megi basknesk flök frá 16. öld og enskar duggur frá 15. öld og jafnvel þýska kugga frá 12.-14. öld. Mögu- leikann á því að finna hér jafnvel skip landnámsmanna einhvern tímann er ekki hægt að útiloka heldur, þó að okkur kunni að þykja það langsótt núna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.