Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 13
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI
17
vefstólarnir af þessari tegund voru fyrst og fremst hafðir til vefnaðar á ull-
arefnum; flónel var einnig ofið í vefstólum með hliðstæðu fyrirkomulagi,
en líndúkar ekki að því er virðist.1"' Rétt er að geta þess að höfundi eru
kunn dæmi um vefstóla með þessu fyrirkomulagi að þessu leyti, að líkind-
um frá seinni hluta 19. eða fyrri hluta 20. aldar, frá Norður-Grikklandi1'
og Portúgal,105 og nefna má vefstól í Bandaríkjunum sem sagður var „forn"
1928, en ókunnugt er um uppruna hans.'
Vinnubrögð við vefnað í vefstóli
Þegar ofið var í vefstóli var fyrirvafið ekki undið í vindu og dregið í skil
eins og gert var við vefnað í vefstað,'" heldur undið á spólu úr tálguðu
eða renndu tré, blikki, 1"f< bréfi,'" fjöðurstöfum'" eða jafnvel steinbítsroði.1"
Var spólan með ívafinu látin á járntein, spólutein,1" og teinninn ásamt
spólunni settur í þar til gert holrúm í skyttu. ívafsendanum var síðan
smeygt út um auga eða rauf á hlið skyttunnar öðrum megin "' og dregið
fyrir með því að renna eða, sem oftast mun sagt, skjóta skyttunni gegnum
skilin til skiptis með höndunum (11. og 12. mynd)."4 Vefjarskyttur voru
ýmist með botni eða botnlausar."’ Er gömlum íslenskum skyttum svo lýst
11. mynd. Tvær vefjarskyttur,
„strengjaskyttur." Er önnur
tneð botni og látúnsslegin til
endanna, hin botnlaus. Raufar
eru á báðum, önnur járnvarin;
spóluteina vantar. L. 33 og 28,5
cm. Skytturnar eru úr búi
Magnúsar Magnússonar og
Þjóðbjargar Þorgeirsdóttur,
Villingavatni, Grafiringshreppi.
í Byggðasafni Árnesinga, Sel-
fossi, BSÁ 92 b og a. Ljósmynd:
Llsa E. Guðjónsson 1994.
12. mynd. Vefjarskytta úr birki, látúns-
slegin á endum. Á henni er auga og í
henni spóluteinn undir ívafsspólu. L. 39
cm. Uppruni ókunnur. 1 Minjasafninu á
Akureyri, MSA 964. Ljósmynd:
Minjasafnið á Akureyri 1994.