Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 74
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sama máli gegnir hins vegar um allan annan máttarvið hússins. Allt
bendir til þess að hann sé frá því að húsið var reist á Blönduósi.
Þegar húsin á Skagaströnd voru virt næst árið 1765 hafði nýtt kram-
búðarhús risið og svo virðist sem gamla krambúðarhúsið sé eftir þetta
kallað Kokkhúsið. Ekki er þó víst að hér sé um sama hús að ræða. Kokk-
húsið er sagt vera 11 álnir og 13 þumlungar á breidd og 20 álnir og 6 þuml-
ungar á lengd. Hæðin er 10 álnir og 5 þumlungar. í Kokkhúsinu er sagður
vera reykháfur og bökunarofn. Ekki var áður getið um slíka innréttingu í
gömlu krambúðinni, en vel má hugsa sér að þessum búnaði hafi verið
komið fyrir þegar nýja krambúðin reis.
Stærð Kokkhússins kemur ekki alveg heim og saman við stærð kram-
búðarinnar að öllu leyti. Krambúðin er fyrst sögð 20 álnir á lengd og síðar
21 alin. Kokkhúsið er 20 álnir og 6 þumlungar eins og fyrr segir og vel má
líta á þetta sem nákvæmari upplýsingar. Lengdin 20 álnir og 6 þumlungar
er því sem næst 12,69 m en Hillebrandtshús mældist vera 12,67 m, sem
verður að teljast nánast sama stærð. Breidd krambúðarinnar gömlu var
sögð 12 álnir en kokkhúsið er sagt vera 11 álnir og 13 þumlungar, eða 7,24
m. Hillebrandtshús er 7,05 m á breidd og kemur það nokkuð undarlega
fyrir sjónir að lengd Kokkhússins og Hillebrandtshússins skuli vera sú
sama en á breiddina skuli skeika um 20 cm. Það bendir einmitt fremur til
þess að hér sé ekki um sömu hús að ræða heldur en til hins gagnstæða.
Kokkhúsið er 13 þumlungum lægra en gamla krambúðin og um 90 cm
hærra en Hillebrandtshús.
Af þessum samanburði má sjá að ekki verður einu sinni fullyrt að
Kokkhúsið og gamla krambúðin séu eitt og sama húsið. Líklegt má þó
telja að svo sé vegna þess að í virðingunni árið 1764 er þess ekki getið að
Kokkhúsið sé nýtt hús, en þess var að jafnaði getið ef svo háttaði til. Einn-
ig má telja líklegt að það sem skeikar í stærð húsanna megi rekja til óná-
kvæmni í mælingu.
Þau líkindi breyta þó litlu um það, að ekkert hefur enn komið fram sem
styður beinlínis þá tilgátu að Hillebrandtshúsið og gamla krambúðin á
Skagaströnd sé eitt og sama húsið.
Hrefna segir í ritgerð sinni eftir að hafa borið virðingargerðirnar gömlu
saman við Hillebrandtshús: „Ljóst er að grunnstærðir Hillebrandtshússins
á Blönduósi, lengd og breidd, eru hinar sömu og á kokkhúsi Skagastrand-
arkaupmanna."
Þetta er ekki rétt. Lengdin er sú sama en breiddin ekki. Þar skeikar 20
cm. Hæðin er auk þess ekki sú sama. Þar skeikar 90 cm.
Ekki gefst tóm til þess hér að rekja þennan samanburð á virðingunum
og Hillebrandtshúsi í öllum smáatriðum. Mikilvægt er þó að nefna, að