Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 4

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 4
4 Páll postuli. Af öllum þeim, er unnið liafa að því að úlbreiða Jesú lírisls heilaga lærdóm, er enginn sá, er jafnmikið kveði að sem poslulanum Páji; hann grundvallaði fyrstur manna Krists kirkju meðal lieiðingjanna, og kom föslu skipulagi á söfnuði þá, er hann stofnaði víðsvegar með- al hinna merkus'tu þjóða fornaldarinnar; brjef þau, sem til eru eptir hann í Nýja Testamentinu, hafa og ávalt haft og munu liafa hin mestu áhrif á kristilega kirkju; auk þess er hið andlega líf Páls postula einhver hinn merkasli vottur um almættiskrapt Guðs náðar til að hreinsa og helga hugarfar syndugs manns; því miður vitum ver eigi tneð vissu annað um æfi hans, en það sem sagl er í Postulannagjörningabók og það, sem ráða má af ýmsum greinum í bréfum hans. Postulinn Páll, eða Sál, eins og hann var nefndur framan af, var Gyðíngur að ætt; hann var fæddur og uppalinn í borg þeirri, er Tarsus hét; það var grísk verzlunarborg, sunnan til í Litlu-Asíu i landi því, er Silisía nefndisl; faðir hans var af ættkvísl Benjamíns og hafði öðlast rómverzkan borgarrétt. í Silisíu var um þær mundir tjaldagjörð mikil og lærði Páll þá iðn; samt sem áður var hann á unga aldri setlur lil menta; optar en einusinni farast honum svo orð, að sjá má, að haun hefur haft kynni af grískum rithöfundum: en eink- um mun hann þó hafa stundað vísindi þau, er kend voru í skólum Gyðinga; var honum því á æskuárum

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.