Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 9

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 9
9 hrekja mötmæli þeírra, enda er þess þegar getið, er hann fyrst var með postulunum í Jerúsalem, að hann einkum liafi átt orðastað við Grikki. Ilann hafði dvalið í fjölmennri verzlunarborg og víða farið; hefir hann þvf ált kost á, að sjá ýmsar hliðar lífsins, og vanist á að gefa gaum að þvf, hvernig á stóð í hvert sinn. Ilanu hafði við fælur Gamaliels numið alla fræði Earíseanna, og var því öðrum færari til að leiða í ljós misskilning Gyðinganna á lögmálinu og spádómunum, og þagga nið- ur mótbárur þeirra móli kenningu hans um, að Jesús væri hinn fyrirheitni Messías. Ilann hafði rómverskan borgarrétt; fyrir því gat hann hvervetna komið djarfleg- ar fram meðal heiðingjanna og ofsóknir Gyðinga þurfti hann heldur eigi að óttast svo mjög, sem aðrir landar hans. [>annig var þeim manni varið, er Guð hafði útvalið lil að boða sitt nafn meðal heiðinna þjóða; svo sem Guð í upphafi hafði gælt hann þeim gáfum, er til þess voru lagaðar, svo hafði hann og með handleiðslu sinni á honum frá barnæsku, búið hann undir hið mikla ætl- unarverk hans; síðan Kristur opinberaðist honum á leiðinni til Damaskus, hafði hugur hans allur snúist að þjónustu liins nýja Drotlins síns og frelsara, og hann hafði varið mörgum árum til að styrkja sig og staðfesta í hinni nýju trú, svo að hinar miklu náttúrugáfur hans voru nú orðnar fullkomnaðar og helgaðar fvrir náðar- gáfur lleilags Anda. Svo sem fyr er getið, hófPáll postuli hina fyrstu kristniboðsferð sína frá Antiokkíu; voru þá í för með honum Barnabas og Markús guðspjallamaður; fóru þeir fyrst til Sýpruseyjar, og er þeir höfðu boðað trú í hin- um helztu borgum eyjarinnar (Salamis og Pafus) og

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.