Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 13

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 13
13 sýnt djörfung lil að boða lians nafn; um miðnætli var Páll að biðjast fyrir og lofsyngja Guði, þá kom jarð- skjálfti mikill, og varð hann tilefni til þess. að fanga- vörðurinn tók trú og allir hans menn; en er höfuðs- menn borgarirmar heyrðu, að maður sá, er þeir höfðu látið misþyrma, var rómverskur borgari, urðu þeir ótta- slegnir, fóru vel að honum og báðu hann að fara burlu; fór hann þá um Masedoníu og til Tessaloniku; það var önnur borg í því landi; prédikaði hann þar um pínu Krists og upprisu, og tók mikill fjöldi manna trú; en innan skamms fengu Gyðingar, er þar bjuggu, æst al- þýðuna móti Páli, svo að hann varð að fara þaðan um nólt lil Beróea; sú borg var og i Masedoníu; borgar- menn tóku Páli vel og rannsökuðu sjálflr ritningarnar til að vila, hvort kenningu lians bæri saman við þær; skömmu síðar varð þó Páll að leita þaðan undan ofsókn- um Gyðinga; fór hann þá til Atenuborgar, aðalaðseturs- staðar hinna grísku lista og visinda, og prédikaði þar um apturhvarf og upprisu Krisls frá dauðum, en orðum hans var þar lílill gaumur gefinn; þaðan fór Páll til Kor- inluborgar, hinnar auðugustu og atorkumestu verzlunar- borgar á Grikklandi, því hann vissi vel, að svo sem lærdómur Krists er einn fær um að uppiýsa skilninginn og lypta anda mannsins til Guðs, svo getur hann einn hreinsað hug þeirra, sem önnum kafnir eru í veraldleg- um sýslunum, og búið þá undir hið eilífa líf. í Iíor- intuborg lók Páll til handiðnar sinnar, en kendi þó stöðugt og varð mikið ágegnt; að vísu kærðu Gyðingar hann fyrir landstjóranum fyrir að bann prédikaði ólög- lega guðsdýrkun, en landstjórinn viidi eigi hlýða á mál þeirra, enda var það siður Rómverja um þessar mund- ir að leiða sem optast hjá sér ágreining manna um trú-

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.