Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 16

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 16
1G síðar ræltist; ferðin gekk seint, en loksins nálgaðist Páll Rómaborg, og er kristnir menn, sem þar bjuggu, vissu það, fóru þeir móti honnm og fögnuðu honum; þá er Páll var kominn til Piómaborgar, var liann afhent- ur þar foringja lífvarðarins; lét hann einn hermann gæta hans; en að öðru Ieyti var honum leyft að boða guðs- ríki, og kendi Páll með allri djörfung um Drottinn Jes- úm; liðu svo 2 ár. Mcðan Páll sat í Ilómaborg, ritaði hann bréf sín til Efesusmanna, Filippímanna, Kólossa- manna (sú borg var i Litlu-Asíu), hið síðara bréf til Tímóteusar og bréfin til Títusar og Filemons. Um æfi Páls eptir þetta vitum vér ekkerl með fullri vlssu; en eptir því sem fornar sagnir segja, þá losnaði liann úr varðhaldinu nokkru seiuna, og fór þá enn eina krislniboðsferð; er þess jafnvel getið, að hann hafi boðað trú á Spáni, eins og ltann hafði í hyggju, er hann skrifaði bréfið til Rómverja; síðar er þó mælt, að hann hafi komið aptur til Rómaborgar og látið þar líf sitt fyrir evangelíum Jesú Krists á ofanverðum dögumlNerós keisara. það sem einkum skín út úr hugarfari Páls postula er sjálfsafneitun, undirgefni undir guðs vilja og fram- kvæmdarsöm mannelska. Öll æfi hans, eptir að hann varð snortinn af Guðs náð og snérist, var helguð Guði. En að helga líf sitt Guði er ekki innifalið í því að draga sig út úr heiminum, heldur í því að eila heillir annara manna, og þetta hafði postulinn sífellt fyrir angum og lét það vera mark og mið allra gjörða sinna. Ilann tók innilegan þált í annara kjörum, og leitaðist einnig við að bæta úr tímanlegri neyð þeirra, sem vér meðal ann- ars sjáum af því, hve annt honum var um að salna gjöfum lianda nauðstöddúm kristnum mönnum í Jerú-

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.