Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 20

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 20
20 í þann tíma var Antíokkía talin einhver hin helzta og mentaðasta borg á austnrlöndum; en einna merki- legust þykir oss hún af því, að Páll postuli hafði þar við og við aðsetur sitt. þaðan hófu þeir Páll og Barna- bas kristniboðsferðir sínar. l’aðan fóru þeir til að styrkja brœður sína í trúnni i nálægum þorpurn og héruðum, og þar fengu lærisveinar þeirra fyrst það nafn, er vér berum og voru kalluðir lcristnir. Af íbúum Antíokkíu, sem voru að tölu tvö hnndruð þúsundir, var allurhelm- ingur heiðingjar og því óttaðist Antúsa fyrir því, að illt eptirdæmi og illir siðir þeirra mundu spilla syni sinum; og hún vildi ekki, að hann skyldi alast upp í því iðjn- leysi og þeirri fáfræði, sem þá var svo tíðkanleg meðal æskumanna þar í bænum, heldur var henni um það hugað, að þær gáfur og þeir hæfllegleikar, sem Guð liafði gefið honum, gætu fullkomnast sem mest svo hann gæti komið þvi meiru góðu til leiðar í Drottins þjónustu. Frá blaulu barnsbeini vandi hún hann á að lesa guðs- orð í heilagri ritningu, og leiðbeindi honum í að skilja það og fá mætur á því, og því gat hann á fullorðins árunum borið um það af eigin reynslu, hve blessunar- full áhrif það hefir á börnin að venja þau sncmma við að lesa í bifiíunni. í’egar kristileg trú þannig var orðin djúpt rótfest í hjarta hans, sendi móðir hans hann i skóla til Líbaníus, sem var nafnlogaður mælskumaður í Antíokkíu, og fanst honum brált mikíð í hann varið. Líba- níus var ekki einungis heiðingi, heldur og hinn mesli mótstöðumaður kristindómsins. Þegar hann þó sá, hví- líka móðurást Antúsa sýndi syni sínum, mælti hann við lærisveina sína : ,,sjáið, hvílíkar konur eru til meðal kristinna manna», og þegar hann löngu seinna var epurður að, hver ætli að vera eplirmaður hans í stjórn

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.