Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 24

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 24
24 og þeir töluðust ekki við á daginn, fyrr en þeir komu saman á kveldin. Þannig lifði Krýsostomus í 4 ár, og að þeim liðu- um flutli hann í helli nokkurn og var þar 2 ár sem einsetumaður; var hann þá orðinn heilsuiaus af vökum, föstum og meinlætalifnaði, svo að hann varð að snúa aptur lil Antíokkíu. Seinna játaði hann það opinberlega, að ser hefði sést yíir í þvf að kvelja þannig sjálfan sig og það er gleðilegt, að hann þrátt fyrir þennan lifnað- arhátt gat í mörg ár þar eplir starfað lil að efla guðs- ríki og útbreiða Iírists kirkju. {>egar Krýsostomus kom aptur til Anlíokkíu var búlð að setja vin hans og kenniföður Mílelíus biskup aptur inn í embætli sitt og honum tókst að vinna Krýsosto- mus til að verða djákna sinn, og var hann vígður til þess embættis hér um bil árið 380. I’á var það ekki algengt, að djáknar prédikuðu, heldur vitjuðu þeir sjúkra, útbýttu gjöfum meðal fálækra og báru umhyggju fyrir tímanlegum þörfum samkrislinna bræðra. I’eir urðu þvf gagnkunnugir ástandi og lifnaðarhátlum margra krist- inna manna, og vér sjáum, að Krýsostomus þessi árin heíir lekið saman margar ritgjörðir um það, sem fyrir hann kom, og þær bera það með sér, hve nákunnugur hann var heilagri ritníngu, því liann sannar og skýrir allt með greinum og dæmum úr henni, og eins hitt, hve innilegan þátt hann tók í annara kjörum. Eitt af sóknarbörnum hans var úngmenni nokkurt að nafni Stagiríus, sem var þjáður af þúnglyndi, er virtist vera ólæknandi, og voru menn á þeim tímum alment svo hjátrúarfullir, að þeir kendu þesskonar veikindi vond- um öndum og kölluðu hann djöfulóðan; en hann hugs- aði um að fyrirfura scr til að losast við þjáningar sínar.

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.