Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 32

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 32
32 í’anuig breytti hann eptir þessu boði Drottins: «gjörið þeim gott, sem yður hata, og biðjið fyrir þeim, sem yður gjöra skaða og ofsækja yður». Með þessu sama mannelskufulla liugarfari sæltist hann við Severíanus, biskup í Gabala á Sýrlandi, sem í fjærveru bans hafði kent villulærdóma í Miklagarði. En þessa þrætu hans við Severíanus og óvild ýmsra villukennenda notuðu mótstöðumenn hans við hirð keisarans til að hrynda lionum úr völdum og þeim tókst það loksins. Evdoxía keisaradroltníng hafði með ofríki svælt undir sig vín- garð nokkurn og þegar Iírýsostomus reit henni bréf og beiddi hana einarðlega að skila honum aptur, varð lmn óð og uppvæg og lagðist á eitt með óvinum hans. Eonum var nú gefið að sök, að hann héldi með Ori- genes og fleiri heimskulegar sakargiftir voru á hann bornar, t. d. að málið á ræðum hans væri of skáldlegt, að hann neytli miðdagsverðar síns einn saman, að hann segði, að aldrei væri ofseint að iðrast og að hann hefði talað illa um hina andlegu slétt. Ilonum var stefnt til að mæta á kirkjuþinginu í Kalsedon og svara þessum ákærum, og þegar hann skoraðist undan þvi, var hon- um vikið úr embætti og hann fenginn veraldlegum dóm- endum í hendur til þess honum væri liegnt. Krýsostomus var svo ástsæll í Miklagarði, að stjórnin mundi hafa átt örðugt með að hafa hendur í hári lians, hefði hann viljað veita henni mótstöðu. í þrjá daga samfleytt flyktist lýðurinn að kirkjunni til að heyra skilnaðarræðu hans; en þá gaf hann sig upp á vald þeim, sem sendir voru til að handtaka hann, og fluttu þeir hann samstundis í báti yfir um Stólpasund (Delles- pont). Hann gjörði þetla uf því að hann ótlaðist fyrir uppreist, eins og líka kom á daginn, því að morgun-

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.